Pink í pásu

Bandaríska söngkonan Pink með manni sínum Carey Hart og börnum ...
Bandaríska söngkonan Pink með manni sínum Carey Hart og börnum þeirra, Jameson Moon Hart og Willow Sage Hart. AFP

Sársauki er óumflýjanlegur. Það er sárt að vera manneskja. Um þetta yrkir tónlistarkonan Pink í titillagi plötunnar It Hurts 2B Human . Nú hefur Pink lýst því yfir að þetta sé orðið gott í bili. Hún ætlar að taka sér hlé um ótilgreindan tíma frá tónlistarsköpun og tónleikum til að gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna.

Pink kom þó nýverið fram á uppskeruhátíð sveitaballaðabransans í Bandaríkjunum þar sem hún flutti lagið Love Me Anyway ásamt söngvaranum Chris Stapleton. Flutningur þeirra sló í gegn og lagið fór beint í efsta sæti iTunes listans í Bandaríkjunum.

Áður en hún steig á svið ræddi hún við Entertainment Tonight. Þar sagði hún að næsta ár yrði tileinkað börnum sínum, Willow og Jameson, sem eru á skólaaldri. Maður hennar, Carey Hart, fengi líka sinn tíma en hann hefur stutt hana dyggilega lengi vel á tónleikaferðalögum út um allan heim. Nú væri hans tími kominn til að blómstra.

Frá því í mars 2018 þar til í þessum mánuði kom Pink fram á 159 tónleikum. Tónleikaröð hennar, sem kallaðist Beautiful Trauma er 10. söluhæsta tónleikaröð allra tíma. 3 milljónir miða seldust fyrir 400 milljónir Bandaríkjadala.

Platan Hurts 2B Human fór í efsta sæti Billboard listans og varð þar með þriðja plata Pink í röð sem gerir það. Frá því hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið um síðustu aldamót hefur hún unnið þrjár Grammy viðurkenningar og selt 57 milljón plötur.

Þetta gat hún þó lífið sé sársauki.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar