Heiða Ólafs hefur góð tök á sviðskrekknum

Tónlistarkonan Heiða Ólafs.
Tónlistarkonan Heiða Ólafs. Mynd: Facebook: oloferla @svart.design

Söngkonan Heiða Ólafs sló í gegn í Idol þáttunum sem sýndir voru fyrir nokkrum árum og komst hún býsna langt í þeirri keppni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í dag hefur hún ekki undan að taka við bókunum fyrir hin og þessi verkefni. Heiða segir að hún fái alltaf örlítinn fiðring í magann áður en hún kemur fram. Hún hafi þó lært að færa sér sviðskrekkinn í nyt til að gera betur á sviðinu.

Mikið að gera

Heiða finnur verulega fyrir því að jólin eru á næsta leiti. Eins og svo margir aðrir  tónlistarmenn kemur hún fram á hverjum jólatónleikunum á fætur öðrum í desember. Í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 sagði hún meðal annars að æfingar eru hafnar fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Þar mun rödd hennar hljóma um sali Eldborgar í Hörpu. 12. desember ætlar hún svo að halda sína eigin tónleika, á Petersen svítunni. 

Ný plata

Fyrr á árinu sendi Heiða frá sér plötu sem er hennar önnur sólóplata.  Hún innihaldur eingöngu lög sem fjalla um ást, von, hlýju og yl. „Tónlist er nefnilega svo öflug og getur breytt líðan á svipstundu, farið með mann upp og niður og allt þar á milli. Þess vegna langar mig að gera plötu sem lætur manni aðallega líða vel og færir yl í sálartetrið,“ segir Heiða sem fór yfir víðan völl í Ísland vaknar á K100. 

Heyra má viðtalið við þessa flottu listakonu í spilaranum hér að neðan.


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist