„Færðu mér karlmann í jólagjöf“

The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að ...
The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að halda á þeim hita.

Flestir kannast við hinar einu sönnu The Weather Girls sem gerðu lagið It's raining men ódauðlegt á sínum tíma. Fáir þekkja annað efni með þeim stöllum þó svo að þær hafi starfað óslitið frá 1976 til 1988 og svo aftur frá 1991 til dagsins í dag.

Tvö tonn af skemmtun

Þær Izora Armstead og Martha Wash sem kalla sig The Weather Girls hétu reyndar áður Two Tons of Fun en þær ákvaðu að breyta í núverandi nafn árið 1982 eftir að It's Raining men sló í gegn. Upphafsorðin í texta lagsins sem allir þekkja, „Hi, we are the Weather Girls...“, voru ekki hugsuð sem kynningarorð fyrir hljómsveitina The Weather Girls heldur einungis til þess að koma söngkonum Two Tons of Fun í hlutverk veðurfréttakvenna sem greindu frá væntanlegu skýfalli af karlmönnum. Hinsvegar fór það svo að flestir tóku þessum upphafsorðum sem kynningu á hljómsveitinni og því var ákveðið að skipta um nafn.

Annar helmingur The Weather Girls, Izora Armstead, lifir sig inn í jólaklassíkina „Dear santa“

Löngu gleymd jólaklassík

Í aðdraganda aðventunnar er við hæfi að rifja upp jólasmell með þeim stöllum. Yrkisefnið er eins og áður karlmenn. Ákalla þær jólasveininn í þessu ágæta lagi og óska sér einskis heitara en að fá karlmann í jólagjöf. Væntanlega til að halda á þeim hita í mesta skammdeginu og kuldanum.

Margir kvarta undan því að heyra alltaf sömu lögin aftur og aftur í desember. Því er hér komin afbragðs jólaklassík sem fáir hafa heyrt. Mælst er til að fólk hækki í botn og stigi villtan diskódans við þetta ágæta lag sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Eins er óhætt að mæla með stórkostlegu myndbandi sem fylgir laginu.

Systurstöð K100, JólaRetró, er komin í jólastuð. Hún sendir út jólatónlist allan sólarhringinn. Þú getur hlustað með því að smella hér.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar