Er Robbie að stela jólunum?

Robbie Williams er í jólastuði.
Robbie Williams er í jólastuði. AFP: Jean Christophe Magnenet.

Von er á jólaplötu Robbie Williams í næstu viku en þegar hafa fyrstu lög af henni fengið að hljóma á öldum ljósvakans. Platan heitir „The Christmas Present“ þar sem söngvarinn knái tekur ábreiður af vinsælum lögum í bland við frumsamin splunkuný jólalög.

Fjögur lög hafa litið dagsins ljós. Fyrst kom út lag með ábreiðu hans og Jamie Cullum af laginu „Merry Xmas Everybody“ sem hljómsveitin Slade gerði frægt. Lagið „Christmas (Baby Please Come Home)“ flytur Robbie með kanadíska rokkaranum Bryan Adams og svo gaf Robbie út nýtt lag sem heitir „Lets Not Go Shopping“.

Það er hins vegar fjórða lagið, sem Robbie hefur sent frá sér af þessari nýju jólaplötu, sem tónlistargagnrýnendur segja að eigi eftir að lifa lengi. Lagið heitir „Rudolph“ og er sagt hafa allt sem til þarf fyrir gott jólapopp með tilheyrandi jólabjöllum og jólakór. Lagið er einhvern veginn þannig að það hljómar kunnuglega. Samt er það splunkunýtt.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar