Ástralski „böskarinn“ heldur sigurförinni áfram

Toni Watson eða Tones and I.
Toni Watson eða Tones and I.

Það er óhætt að segja að hin 19 ára Toni Watson hafi skekið tónlistarheiminn s.l. mánuði. Toni sem sem kallar sig Tones and I byrjaði 17 ára gömil að „böska“ eða spila á götum smábæjarins Byron Bay í Ástralíu. Þar hitti hún mann sem átti eftir að breyta lífi hennar en hann gerðist umboðsmaður hennar sem leiddi til þess að nú tveimur árum síðar á hún eitt vinsælasta lag heims.

Lagið Dance Monkey hefur farið á topp vinsældalista í yfir 30 löndum, þar á meðal hér á Íslandi, á Tónlistanum Topp40. Hún hefur dvalið í toppsætinu hér á landi s.l. þrjár vikur en lagið sló öll met í Ástralíu þar sem það dvaldi í 16 vikur í topp sætinu, lengur en nokkuð annað lag. 

Hástökkvari vikunnar á listanum hækkar sig upp um 15 sæti milli vikna. Er það íslenska sveitin Sycamore Tree sem er skipuð af þeim Gunnari Hilmarssyni og Ágústu Evu. En í sinni annari viku á listanum hoppar lagið upp úr 34. sæti í það 19. 

Tónlistinn Topp 40 er eini opinberi vinsældalisti landsins, tekinn saman af Félagi hljómplötuframleiðenda. Listinn er sendur út á K100 alla sunnudaga frá 14 til 16. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify og á helstu útvarpsstöðvum landsins.

Þú getur séð listann í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is