Breska stórverslunin John Lewis hefur skapað þá hefð í aðdraganda jóla að senda frá sér krúttlegar auglýsingar sem slá alltaf í gegn. Að þessu sinni er auglýsingin framleidd í samstarfi við matvælakeðjuna Waitrose & Partners.
Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Drekinn heitir Edgar og á það til að óvart kveikja í öllu í kringum sig þegar hann æsist.
Gamli 80s slagarinn „Can´t Fight This Feeling“ með REO Speedwagon fær að hljóma undir í flutningi Dan Smith úr rokksveitinni Bastille.
Farið yfir blöðin 12.des (12.12.2019) — 00:05:34 | |
Kveikt eða slökkt á jólaljósunum á nóttunni? (12.12.2019) — 00:05:43 | |
Pálmi Gunnarsson heldur sína árlegu jólatónleika (12.12.2019) — 00:05:54 | |
Fólk að meiða sig útaf því að það er í símanum (12.12.2019) — 00:02:51 |