„Hættu að nota mýkingarefni, elskan mín”

Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans
Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans mbl.is/Árni Sæberg

„Mýkingarefni safnast fyrir innan í þvottavélum þar sem það myndar einskonar sílikonhúð. Þar geta sveppir safnast og vond lykt myndast. Mýkingarefni er mikill ofnæmisvaldur og sérstaklega fyrir börn.”

Þetta segir Margrét Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans, í viðtali við Sigga Gunnars og Loga Bergmann á K100.

Siggi var í Kaupmannahöfn um helgina og kom þar við á börum til að smakka hinn annálaða danska jólabjór. Ennþá má reykja inni á litlum börum í Köben og þegar heim var komið lyktuðu öll föt Sigga af reyk. Reykingalykt var ennþá af fötunum þó hann hafði þvegið þau í þvottavél og þurrkað.

Margrét vissi um leið hvert vandamálið var. Hún er algerlega á móti notkun mýkingarefna sem hjálpa alls ekki við að losna við lykt. Eins á ekki að nota þvottaefnis „koddana“ heldur bara gamla góða þvottaduftið, að sögn Margrétar. Ef lyktin er mikil skal nota Rodalon eða edik út í þvottavélina. Þá ætti öll lykt að vera á bak og burt.

„Hættu að vera mýkingarefnaperri, elskan mín,“ sagði Margrét við Sigga í gagnlegu og skemmtilegu viðtali sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.


mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar