Facebook ræsir óvart myndavél notenda

Hugbúnaðargalli í útgáfu iOS 13.2.2 í iPhone-símum ræsir óvart myndavélina ...
Hugbúnaðargalli í útgáfu iOS 13.2.2 í iPhone-símum ræsir óvart myndavélina um leið og Facebook-forritið er opnað. Einn stjórnenda fyrirtækisins viðurkennir þetta og segir þetta lagað í hvelli. AFP

Facebook er líklega ekki að nýta sér persónuupplýsingar notenda sinna í meira mæli nú en venjulega. Villa í síðustu hugbúnaðaruppfærslu þess fyrir iPhone-síma er þó nógu óþægileg til að valda usla á samfélagsmiðlum.

Um leið og Facebook-forritið er opnað í iPhone ræsist myndavélin í bakgrunni. Það virðist þá eins og fyrirtækið sé að fylgjast með notendum og taka myndir og myndskeið af þeim. Þetta virðist gerast í útgáfu iOS 13.2.2 en ekki í iOS 12.

Fjöldi netverja hafa tilkynnt um gallann. Sjá má myndavélina ræsast í bakgrunni forritsins í myndskeiði sem Joshua Maddoxx birtir á Twitter.

Guy Rose, sem titlaður er varaforstjóri deildar innan Facebook sem kennir sig við heiðarleika, viðurkennir hugbúnaðargallann í færslu á Twitter. Hann segir að Facebook hafi ekki verið að hlaða niður myndum eða myndskeiðum af notendum sínum á meðan þeir voru að nota forritið. Hann bætti því síðar við, í annarri færslu, að fyrirtækið hefði strax brugðist við og hefði hlaðið inn lagfæringu á þessu.

Eftir því sem næst verður komist virðist ekki um einbeittan brotavilja hjá Facebook að ræða heldur mannleg mistök.

Þeir sem vilja ekki að að Facebook hafi aðgang að myndavél iPhone-símans geta farið í Settings > Privacy > Camera og tekið merkinguna þar af Facebook.

Ef það dugar ekki til að róa áhyggjur yfir þessu má alltaf skoða að eyða Facebook úr símanum fyrir fullt og allt.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar