„Ég get gleypt dverg og látið hann tala“

Eyþór Ingi Gunnlaugsson er með leyndan hæfileika.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson er með leyndan hæfileika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skemmtikrafturinn dáði, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, var gestur Loga Bergmann og Sigga Gunnars í 20 mikilvægum spurningum í síðdegisþætti K100.

Í dagskrárliðnum spyrja Siggi og Logi viðmælendur sína mikilvægra spurninga eins og t.d. hvað best sé að borða og í hverju viðkomandi sefur. 

Eyþór svaraði öllum spurningunum skilmerkilega en gamanið náði nýjum hæðum þegar hann var spurður hver leyndur hæfileiki hans væri.

„Ég get gleypt dverg og látið hann tala inni í mér,“ sagði Eyþór sem lék það eftir. Heyrn er sögu ríkari.

mbl.is

#taktubetrimyndir