Billie Eilish býður á tónleika

Bandaríska söngkonan Billie Eilish er gríðarlega vinsæl.
Bandaríska söngkonan Billie Eilish er gríðarlega vinsæl. Mynd: billieeilish/instagram

Loftslagsmál eru bandarísku tónlistarkonunni Billie Eilis hugleikin og nægir að nefna þar síðasta myndband hennar við lagið „All The Good Girls Go To Hell“ þar sem heimur var á heljarþröm.

Hún hvetur aðdáendur sína til umhverfisvitundar. Þeir sem lofa að berjast gegn loftslagsvánni eiga möguleika á að komast frítt á löngu uppselda tónleika hennar.

Eilish hefur gengið til liðs við Global Citizen samtökin til að aðstoða hana við að ná til þeirra sem vilja raunverulega breyta um lífsstíl, og skella sér á tónleika hennar í leiðinni. Á myndskeiði sem tónlistarkonan birtir á Twitter segist hún vilja koma í veg fyrir að aðdáendur sínir lendi í höndunum á miðabröskurum. Því hafi samstarfið við Global Citizen komið eins og himnasending.

Aðdáendur Billie Eilish geta smellt á þessa heimasíðu til að „fræðast meira um umhverfismál,“ og skráð sig til þátttöku til að tryggja sér miða á tónleika hennar.mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar