Tjáir tilfinningar með tónlist

Elín Sif Halldórsdóttir er hæfileikarík listakona.
Elín Sif Halldórsdóttir er hæfileikarík listakona. mbl.is/Eggert

Söng- og leikkonan Elín Sif Halldórsdóttir hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Margir muna eftir henni úr kvikmynyndinni „Lof mér að falla“ þar sem hún sýndi sannkallaðan stórleik í hlutverki Magneu. 

Elín Sif leggur stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands sem hún segir vera afar krefjandi. Það að vera söngkona er mjög samtvinnað því að vera leikona að hennar sögn. Í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 segist hún tilheyra þeim hópi tónlistarmanna sem semja og syngja lög þar sem hún tjáir veruleikann úr eigin lífi og tilfinningum. 

„Ég hef mikla tjáningarþörf og hef mikla þörf fyrir að segja sögur og deila tilfinningum,“ sagði listakonan meðal annars í viðtalinu.

Nýtt lag

Í byrjun janúar kemur út plata með lögum Elínar þar sem hún semur bæði lög og texta.  Platan er uppfull af því sem hún segir vera eigin dagbókarfærslur. 

„Þetta fjallar að miklu leiti bara um mig að verða fullorðin,“ segir Elín. Hún kemur fram undir nafninu Elín Hall og gefur nýju plötuna út undir því nafni. Lagið heitir „Upp að mér“ en það má finna á Spotify. 

Áhugavert viðtal við Elínu Hall má sjá í spilaranum hér að neðan.mbl.is