Skítamórall heldur upp á 30 ára afmæli

Í kringum síðustu aldamót má segja að Skítamórall hafi tekið …
Í kringum síðustu aldamót má segja að Skítamórall hafi tekið yfir tónlistarsenuna á Íslandi og varla var á þeim tíma haldið gott partý án þess að hljómsveitin kæmi fram. Lýður G.

Margir hafa skemmt sér á dansleikjum og tónleikum í gegnum tíðina með hljómsveitinni Skítamóral. Hljómsveitin var stofnuð af þeim Gunnari Ólasyni, söngvara og gítarleikara, Herberti Viðarsyni, bassaleikara, Jóhanni Bachmann Ólafssyni, trommara, og Arngrími Fannari Haraldssyni, gítarleikara. Seinna átti eftir að fjölga í hljómsveitinni þegar þeir Einar Ágúst Víðisson söngvari og Gunnar Þór Jónsson gítarleikari gengu til liðs við sveitina. 

Addi Fannar heimsótti morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í tilefni af þessum tímamótum.

13 ára harðir rokkarar

Aðspurður út í nafnagift sveitarinnar segir Addi Fannar að Einar Bárðar, bróðir sinn, hafi átt hugdettuna. Þeir hafi verið 13 ára harðir gæjar sem stefndu hátt. Markmiðið í upphafi var að spila fyrst og fremst harða tónlist í ætt við Deep Purple, Black Sabbath og Led Zeppelin. Það átti þó eftir að breytast. Í kringum síðustu aldamót má segja að sveitin hafi tekið yfir tónlistarsenuna á Íslandi og varla var á þeim tíma haldið gott partí án þess að hljómsveitin kæmi fram.

Stórtónleikar í vor

Í maí ætlar hljómsveitin að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu og spila þar öll sín vinsælustu lög og segja skemmtilegar sögur frá ferlinum. Addi Fannar segir að sögurnar séu fjölmargar. Hann lét eina flakka í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan.

mbl.is