Kvikmynd um Bee Gees í bígerð

Robin, Barry og Maurice Gibb. Myndin var tekin árið 1997.
Robin, Barry og Maurice Gibb. Myndin var tekin árið 1997. AFP: Kimberly Barth.

Kvikmyndavefurinn Deadline greinir frá því að Graham King, sem framleiddi meðal annars kvikmyndina Bohemian Rhapsody um Freddie Mercury og Queen, hafi gengið til liðs við Paramount Pictures og framleiðslufyrirtæki þess, Sister, til að hefja undirbúning kvikmyndar um hljómsveitina Bee Gees.

Það á eftir að skrifa handrit og ráða í hlutverk en Paramount hefur keypt réttinn til að leika lög Bee Gees í myndinni.

Bræðurnir Barry, Robin og Maurice Gibb komu fyrst fram sem Bee Gees seint á sjötta áratug síðustu aldar, fyrst í Ástralíu en síðar í Bretlandi. Sagan segir að það hafi verið Brian Epstein, umboðsmaður Bítlanna, sem uppgötvaði þá.

Eftir að hafa hætt starfsemi um stundarsakir árið 1970 komu Gibb bræður aftur saman og slógu rækilega í gegn árið 1977 með lögum úr myndinni Saturday Night Fever.

Yngstur þeirra bræðra, Andy Gibb, lést langt fyrir aldur fram, aðeins 30 ára að aldri, árið 1988. Maurice Gibb lést árið 2003 og Robin, tvíburabróðir hans árið 2012. Barry Gibb var aðlaður fyrir framlag sitt til tónlistar árið 2018. 

Kvikmyndin um Bee Gees kemur næst í röð mynda um ævi og störf tónlistarmanna sem komið hafa út að undanförnu. Fyrst kom Bohemian Rhapsody. Þá kom kvikmyndin Rocketman um Elton John en frést hefur að í bígerð séu kvikmyndir um Boy George, Dusty Springfield og Celine Dion. Auk þess er von á kvikmynd um síðustu ár í lífi söng- og leikkonunnar Judy Garland þar sem Renée Zellweger fer með hlutverk leik- og söngkonunnar.

Frétt Deadline.

mbl.is
The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að halda á þeim hita.
Fréttir

„Færðu mér karlmann í jólagjöf“

Flestir kannast við hinar einu sönnu „The Weather Girls“ sem gerðu lagið It's raining men ódauðlegt á sínum tíma. Nánar

Tónlistarkonan Heiða Ólafs.
Ísland vaknar

Heiða Ólafs hefur góð tök á sviðskrekknum

Heiða segist hafa lært að færa sér sviðskrekkinn í nyt til að gera betur á sviðinu. Nánar

Bandaríska söngkonan Pink með manni sínum Carey Hart og börnum þeirra, Jameson Moon Hart og Willow Sage Hart.
Fréttir

Pink í pásu

Hún ætlar að taka sér hlé um ótilgreindan tíma frá tónlistarsköpun og tónleikum til að gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna. Nánar

Robbie Williams er í jólastuði.
Fréttir

Er Robbie að stela jólunum?

Tónlistargagnrýnendur segja að nýtt jólalag Robbie Williams eigi eftir að lifa lengi. Nánar

Toni Watson eða Tones and I.
Fréttir

Ástralski „böskarinn“ heldur sigurförinni áfram

Það er óhætt að segja að hin 19 ára Toni Watson hafi skekið tónlistarheiminn s.l. mánuði. Nánar

Fréttir

Jólaauglýsing John Lewis slær met í krúttheitum

Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Nánar

„Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar hafa það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.
Fréttir

Kynlífsmarkþjálfi til að bæta samlíf

Þeim fer fjölgandi sem leita sér hjálpar hjá „kynlífsmarkþjálfa“ til að bæta samlíf sitt. Nánar

Verðmætir eru sokkar Michael Jackson.
Fréttir

Sokkar Michael Jackson metnir á 125 milljónir

Sokkar Michael Jackson eru mjög verðmætir en í þeim tók hann hið svokallaða „Moonwalk“-spor. Nánar