Kvikmynd um Bee Gees í bígerð

Robin, Barry og Maurice Gibb. Myndin var tekin árið 1997.
Robin, Barry og Maurice Gibb. Myndin var tekin árið 1997. AFP: Kimberly Barth.

Kvikmyndavefurinn Deadline greinir frá því að Graham King, sem framleiddi meðal annars kvikmyndina Bohemian Rhapsody um Freddie Mercury og Queen, hafi gengið til liðs við Paramount Pictures og framleiðslufyrirtæki þess, Sister, til að hefja undirbúning kvikmyndar um hljómsveitina Bee Gees.

Það á eftir að skrifa handrit og ráða í hlutverk en Paramount hefur keypt réttinn til að leika lög Bee Gees í myndinni.

Bræðurnir Barry, Robin og Maurice Gibb komu fyrst fram sem Bee Gees seint á sjötta áratug síðustu aldar, fyrst í Ástralíu en síðar í Bretlandi. Sagan segir að það hafi verið Brian Epstein, umboðsmaður Bítlanna, sem uppgötvaði þá.

Eftir að hafa hætt starfsemi um stundarsakir árið 1970 komu Gibb bræður aftur saman og slógu rækilega í gegn árið 1977 með lögum úr myndinni Saturday Night Fever.

Yngstur þeirra bræðra, Andy Gibb, lést langt fyrir aldur fram, aðeins 30 ára að aldri, árið 1988. Maurice Gibb lést árið 2003 og Robin, tvíburabróðir hans árið 2012. Barry Gibb var aðlaður fyrir framlag sitt til tónlistar árið 2018. 

Kvikmyndin um Bee Gees kemur næst í röð mynda um ævi og störf tónlistarmanna sem komið hafa út að undanförnu. Fyrst kom Bohemian Rhapsody. Þá kom kvikmyndin Rocketman um Elton John en frést hefur að í bígerð séu kvikmyndir um Boy George, Dusty Springfield og Celine Dion. Auk þess er von á kvikmynd um síðustu ár í lífi söng- og leikkonunnar Judy Garland þar sem Renée Zellweger fer með hlutverk leik- og söngkonunnar.

Frétt Deadline.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist