Tók viðtal við stól

Cleverly var mættur í upptökuverið og tilbúinn að veita viðtal …
Cleverly var mættur í upptökuverið og tilbúinn að veita viðtal í beinni útsendingu þegar hann skyndilega hætti við. Þá voru góð ráð dýr fyrir bresku sjónvarpskonuna. Skjáskot: twitter

Breski þingmaðurinn James Cleverly, sem jafnframt er formaður Íhaldsflokksins þar í landi, neitaði á þriðjudag að mæta í viðtal við sjónvarpskonuna Kay Burley á Sky sjónvarpsstöðinni.

Kay Burley hugðist spyrja hann áleitinna spurninga, þar á meðal að fá hann til að útskýra ummæli Boris Johnson, forsætisráðherra, þar sem hann líkti Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, við Stalín.

Cleverly var mættur í upptökuverið og tilbúinn í beina útsendingu þegar hann skyndilega hætti við og aflýsti viðtalinu á síðustu stundu.

Kay lét það ekki slá sig út af laginu og tók „viðtal“ við Cleverly, eða stólinn öllu heldur, þar sem hann átti að sitja. Þetta kostuglega augnarblik í sjónvarpssögunni má sjá hér að neðan.

mbl.is