Spáir Þorgerði hásæti

Ellý Ármanns spáði fyrir Þorgerði Katrínu í beinni á K100.
Ellý Ármanns spáði fyrir Þorgerði Katrínu í beinni á K100. Mynd: Samsett

„Ég er ekki að fara að sækja um eitt eða neitt en þetta er samt áhugavert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar spákonan Ellý Ármanns lagði spilin á borð fyrir hana í beinni útsendingu á K100 í morgun.

Brugðið var út af vana í morgunþættinum Ísland vaknar þar sem hlustendur geta hringt í Ellý og látið hana spá fyrir sér. Nú var dagskrárliðnum „Spáð fyrir frægum“ ýtt úr vör. Þorgerður Katrín tók vel í þátttökuna þrátt fyrir að hafa aldrei áður farið til spákonu, að eigin sögn.  

Þáttastjórnendur lögðu hart að Ellý að spá hvort Þorgerður Katrín yrði næsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins eða hvort hún myndi ganga aftur í Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf sagðist Þorgerður ekki vera að sækja um nein störf og liði vel þar sem hún væri.

„Hér er komið val á milli tveggja valkosta sem eru til hægri eða vinstri,“ sagði Ellý. „Það er eitt komið til þín sem þú mátt örugglega ekki tala um. Það er verið að tala um að draumar þínir eru að rætast. Þú ert sterk og félagslynd með öll tromp á hendi. Þú fær heiminn og styrk en það er alltaf spurning um þetta val. Það er mikil vernd í kringum þig í andans heimi, í heimi ljóssins og þú veist það.“

Undir þetta tók Þorgerður Katrín sem minntist föður síns og tengdaforeldra.

„Sólin skín og þú ert svo sterk. Þú situr í hásæti sem er mjög jákvætt. Konur eins og þú eiga sitja í hásæti því þú kemur fram við aðra eins og jafningja. Það eru ekki allir sem höndla það að sitja í hásæti en þú gerir það,“ sagði Ellý og minnti Þorgerði að hlusta á rödd hjartans. Þorgerður tók undir það en ítrekaði, til að taka af allan vafa, að hún væri ekki að fara að sækja um starf útvarpsstjóra. Henni þætti þó vænt um að heyra um ljósið að handan.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar