Spáir Þorgerði hásæti

Ellý Ármanns spáði fyrir Þorgerði Katrínu í beinni á K100.
Ellý Ármanns spáði fyrir Þorgerði Katrínu í beinni á K100. Mynd: Samsett

„Ég er ekki að fara að sækja um eitt eða neitt en þetta er samt áhugavert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar spákonan Ellý Ármanns lagði spilin á borð fyrir hana í beinni útsendingu á K100 í morgun.

Brugðið var út af vana í morgunþættinum Ísland vaknar þar sem hlustendur geta hringt í Ellý og látið hana spá fyrir sér. Nú var dagskrárliðnum „Spáð fyrir frægum“ ýtt úr vör. Þorgerður Katrín tók vel í þátttökuna þrátt fyrir að hafa aldrei áður farið til spákonu, að eigin sögn.  

Þáttastjórnendur lögðu hart að Ellý að spá hvort Þorgerður Katrín yrði næsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins eða hvort hún myndi ganga aftur í Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf sagðist Þorgerður ekki vera að sækja um nein störf og liði vel þar sem hún væri.

„Hér er komið val á milli tveggja valkosta sem eru til hægri eða vinstri,“ sagði Ellý. „Það er eitt komið til þín sem þú mátt örugglega ekki tala um. Það er verið að tala um að draumar þínir eru að rætast. Þú ert sterk og félagslynd með öll tromp á hendi. Þú fær heiminn og styrk en það er alltaf spurning um þetta val. Það er mikil vernd í kringum þig í andans heimi, í heimi ljóssins og þú veist það.“

Undir þetta tók Þorgerður Katrín sem minntist föður síns og tengdaforeldra.

„Sólin skín og þú ert svo sterk. Þú situr í hásæti sem er mjög jákvætt. Konur eins og þú eiga sitja í hásæti því þú kemur fram við aðra eins og jafningja. Það eru ekki allir sem höndla það að sitja í hásæti en þú gerir það,“ sagði Ellý og minnti Þorgerði að hlusta á rödd hjartans. Þorgerður tók undir það en ítrekaði, til að taka af allan vafa, að hún væri ekki að fara að sækja um starf útvarpsstjóra. Henni þætti þó vænt um að heyra um ljósið að handan.

mbl.is
Foreldrar hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna og þurfa oftar en ekki að setja eigin vonir og þrár á hilluna til að sinna börnunum.
Fréttir

Hafa aðeins um 30 mínútur fyrir sjálfa sig

Könnun sem gerð var á lífum tvö þúsund mæðra og feðra sýndi fram á að foreldrar eigi að meðaltali aðeins 32 mínútur af degi hverjum degi fyrir sjálfa sig eftir að hafa sinnt skyldum vinnunnar, heimilisins og fjölskyldunnar. Nánar

Sam Smith.
Fréttir

Sam Smith leitar að blindum söngvara

Breski söngvarinn Sam Smith deilir færslu á Twitter með fylgjendum sínum sem sýnir upptöku af manni, að því er virðist frá Filippseyjum, syngja lag hans Too Good At Goodbyes á karókígræju í verslunarmiðstöð. Nánar

Karítas stefnir að því að teikna öll goðsagnadýrin úr norrænni goðafræði.
Fréttir

Er innblásin af nornum og þjóðsögum

Karítas Gunnarsdóttir er 26 ára nýútskrifuð listakona búsett í Leeds í Bretlandi þar sem hún starfar nú tímabundið í Leeds Arts University þaðan sem hún útskrifaðist á síðasta ári og vinnur að ýmsum verkefnum. Hún teiknar meðal annars myndir af gæludýrum fólks og hefur ástríðu fyrir því að kynna íslenska goðafræði fyrir útlendingum í gegnum listina. Nánar

Fréttir

Íslensku lögin sem eru ekki íslensk

Einhverjum kann að koma á óvart að mörg af þekktustu og sígildustu dægur-, popp- og barnalögum Íslendinga séu ekki upprunalega íslensk en sú er þó raunin. Lög eins og Sagan af Nínu og Geira, Lóan er komin, Bíddu pabbi bíddu mín, Bíum bíum bambaló, Heyr mína bæn, Fljúga hvítu fiðrildin og Góða ferð eru allt söngtextar sem sungnir eru yfir lög sem hafa verið fengin erlendis frá og annaðhvort verið þýdd úr upprunalegu tungumáli eða hafa fengið nýjan íslenskan texta. Nánar

Norska söngkonan Angelina Jordan.
Fréttir

13 ára söngkona slær í gegn

Norska söngstirnið Angelina Jordan sló rækilega í gegn í sjónvarpsþættinum America´s Got Talent Champions nýverið. Angelina er 13 ára en hún sigraði Norway´s Got Talent aðeins 7 ára að aldri. Nánar

Emmsjé Gauti spjallaði við Loga Bergmann og Sigga Gunnars um lífið og tilveruna í Síðdegisþættinum í sólinni á Tenerife í gær.
Fréttir

Dýrkar fjölskyldulífið og stefnir á brúðkaup

„Fyrir sex árum, ef þið hefðuð sagt við mig að fimm manna fjölskylda væri á mínum snærum og við værum á Tenerife á einhverju „all inclusive“ hóteli hefði ég gubbað,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti í samtali við Síðdegisþáttinn á K100 á Tenerife. Nánar

Fréttir

Nýir Netflix-þættir í vonda veðrinu

Björn Þórir Sigurðsson, bíófræðingur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100, lumar á góðum hugmyndum um áhorf á nýja þætti á streymisveitum eins og Netflix þegar óveðrið gengur yfir landið. Nánar

Pör eru hvött til að taka með sér einhleypan einstakling á matsölustaðinn Brew Dog Reykjavík og fá fyrir hann fría máltíð á Valentínusardaginn.
Fréttir

Bjóða þriðja hjólinu fría máltíð

Matsölustaðurinn BrewDog Reykjavík ætlar að bjóða upp á fría máltíð fyrir einhleypa einstaklinga sem mæta einir ásamt ástföngnum pörum í dag á Valentínusardaginn. Staðurinn hvetur pör og hjón til að taka einhleypa vini sína með sér á matsölustaðinn. Munu „þriðju hjólin“ svokölluðu fá ostborgaramáltíð með frönskum eða grænmetisrétt sér að kostnaðarlausu. Nánar