Nýtt á Netflix um helgina

Skjáskot úr þýsku þáttunum We are the Wave sem sýndir ...
Skjáskot úr þýsku þáttunum We are the Wave sem sýndir eru á Netflix. Mynd: Imdb

Björn Þórir Sigurðsson fór yfir nýjustu bíómyndir og þætti í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í vikunni. Það er margt áhugavert að sjá um helgina.

Devil Next Door

Hvað gerir þú þegar þú uppgötvar að vingjarnlegi nágranni þinn til margra ára var aftökuböðull nasista í síðari heimsstyrjöldinni? Fjallað er um John Demjanjuk, oft nefndur Ivan grimmi, í áhugaverðri mynd á Netflix.

End of the F**king World

Netflix býður upp á þessu dökku dramatísku þætti sem eru byggðir á teiknimyndasögum.

We are the Wave

Netflix sýnir þessa þýsku þætti um unga aðgerðarsinna sem taka málin í sínar hendur.

Dublin Murders

Breskir sakamálaþættir höfða til margra. BBC er með í sýningu þessa hörkuspennandi þætti.

Doctor Sleep

Kvikmyndin Shining, í leikstjórn Stanley Kubrick eftir sögu Stephen King, er ein af perlum kvikmyndasögunnar. Bíómyndin Doctor Sleep, sem komin er í bíó, tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Fleiri góðar myndir eru komnar í bíó, að sögn Björns, eins og Terminator Dark Fate og jólamyndin Last Christmas þar sem lög George Michael fá að njóta sín.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar