Nýtt á Netflix um helgina

Skjáskot úr þýsku þáttunum We are the Wave sem sýndir …
Skjáskot úr þýsku þáttunum We are the Wave sem sýndir eru á Netflix. Mynd: Imdb

Björn Þórir Sigurðsson fór yfir nýjustu bíómyndir og þætti í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í vikunni. Það er margt áhugavert að sjá um helgina.

Devil Next Door

Hvað gerir þú þegar þú uppgötvar að vingjarnlegi nágranni þinn til margra ára var aftökuböðull nasista í síðari heimsstyrjöldinni? Fjallað er um John Demjanjuk, oft nefndur Ivan grimmi, í áhugaverðri mynd á Netflix.

End of the F**king World

Netflix býður upp á þessu dökku dramatísku þætti sem eru byggðir á teiknimyndasögum.

We are the Wave

Netflix sýnir þessa þýsku þætti um unga aðgerðarsinna sem taka málin í sínar hendur.

Dublin Murders

Breskir sakamálaþættir höfða til margra. BBC er með í sýningu þessa hörkuspennandi þætti.

Doctor Sleep

Kvikmyndin Shining, í leikstjórn Stanley Kubrick eftir sögu Stephen King, er ein af perlum kvikmyndasögunnar. Bíómyndin Doctor Sleep, sem komin er í bíó, tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Fleiri góðar myndir eru komnar í bíó, að sögn Björns, eins og Terminator Dark Fate og jólamyndin Last Christmas þar sem lög George Michael fá að njóta sín.

mbl.is