Flogið þotum í 35 ár

Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri.
Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri. Mynd: Aðsend

Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri, er fyrsta konan sem fékk starf sem flugmaður og síðar flugstjóri hjá Flugleiðum/Icelandair. Hún hóf störf í desember árið 1984 svo það fer að styttast í 35 ára starfsaldur hennar hjá fyrirtækinu.  Sigríður varð fyrst flugstjóri á Fokker 50 árið 1996 og síðar flugstjóri á Boeing 757 árið 1999 og Boeing 767 árið 2005. Hún flýgur núna bæði B-757 og B-767 þotum félagsins.

35 ár hafa flogið hratt

„Mér finnst alltaf jafngaman að fljúga,“ segir Sigríður. „Þessar flugvélar sem ég flýg, B-757 og B-767, eru með frábæra flugeiginleika, liprar, kraftmiklar og þurfta tiltölulega stuttar brautir. Útsýnið er oftast einstaklega fallegt. Einna fallegast finnst mér að fljúga yfir Grænland og Klettafjöllin. Það er líka alltaf tilkomumikið að sjá Ísland rísa úr sæ þegar við nálgumst landið.“

Sigríður telur sig hafa verið lánsama þegar hún valdi flugið sem sitt ævistarf. „Það hafa verið margar áskoranir í starfi við að ryðja brautina fyrir konur. Menning er ennþá karllæg en er að breytast hratt með fjölgun kvenflugmanna. Núna eru við konurnar um 12% af flugmannahópnum en okkur hefur fjölgað mjög hratt hin síðari ár. Það sem stendur upp úr þegar ég lít til baka er allt þetta frábæra samstarfsfólk, jafnt flugmenn sem flugfreyjur auk flugumsjónarmanna og flugvirkja. Mér finnst liðsheildin yfirleitt einstaklega góð og hlakka ennþá til hvers vinnudags.“

Gefur ráð um norðurljósin

Bandaríska ferðatímaritið CN Traveller leitaði nýlega til Sigríðar um hvar, hvenær og hvernig væri best að sjá norðurljósin, enda fáir sem hafa komist oftar nær þeim á flugi yfir norðurslóðir en Sigríður. Þar mælir hún með að fljúga undir lok nóvembermánaðar, nálægt vetrarsólstöðum eða stysta degi ársins þegar myrkrið leggst yfir eins og teppi. „Það er einstök upplifun að sjá norðurljósin úr flugvél. Ljósin eru skærari og þú getur betur séð fíngerðar hreyfingar þeirra. Mér finnst norðurljósin alltaf stórkostleg en það er eitthvað einstakt að sjá þau á flugi,“ segir Sigríður.

Sérstök upplifun

„Það er aldrei öruggt hvar og hvenær norðurljósin birtast og þau eru aldrei eins. Ég flaug nýlega frá Heathrow-flugvelli í London og við sáum mjög falleg norðurljós þegar við nálguðumst Ísland. Tveimur dögum síðar þegar ég flaug frá Washington þá birtust þau rétt suður af Grænlandi. Þá voru þau mjög öflug og dönsuðu villtan dans á himnum. Daginn þar á eftir sá ég þau mjög vel frá heimili mínu í Reykjavík. Eftirlætisstundir mínar eru þegar ég flýg yfir Grænland á leið heim til Íslands með norðurljósin dansandi á himnum og fyrstu geislar morgunsólar birtast.”

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar