Nýtt lag með George Michael komið út

George Michael lést á jóladag árið 2016.
George Michael lést á jóladag árið 2016. AFP

Lagið „This Is How (We Want You To Get High)“ er farið að hljóma á öldum ljósvakans en það kemur fyrir í jólamyndinni „Last Christmas“ sem er með þeim Emiliu Clarke og Emmu Thompson í aðalhlutverkum. 

George Michael féll frá á jóladag árið 2016, 53 ára að aldri. Eftir andlát hans spurðist út að hann hefði verið í hljóðveri skömmu áður að taka upp lög fyrir nýja plötu.

Leikkonan Emma Thompson er ein handritshöfunda myndarinnar Last Christmas. Eins og heiti myndarinnar ber með sér eru lög George Michael áberandi í myndinni. Hún segir að áður en hann lést hafi hann gefið henni leyfi fyrir að nota lögin í myndinni og þar með talið hið nýútkomna lag.

Lagið er leikið í lok myndarinnar og er flutt þar í heild sinni.mbl.is