Nýr síðdegisþáttur K100 fer vel af stað

Logi Bergmann og Siggi Gunnars stýra síðdegisþættinum á K100 sem ...
Logi Bergmann og Siggi Gunnars stýra síðdegisþættinum á K100 sem fer vel af stað. K100

„Mér finnst frábært að vinna með Sigga Gunnars. Samstarfið gengur vel og við erum léttir á því saman síðdegis,“ segir Logi Bergmann spurður um hvernig nýi þátturinn leggst í hann. Logi er einn reynslumesti fjölmiðlamaður landsins og þekkja flestir til hans ferils. Siggi er sömuleiðis reyndur útvarpsmaður og hefur gríðarlega þekkingu á miðlinum en hann er með meistaragráðu í fjölmiðlafræðum með áherslu á útvarp frá háskólanum í Sunderland í Bretlandi. Það er því óhætt að segja að það sé mikil reynsla á bak við nýja þáttinn.

Skemmtilegri leiðin

„Það er áskorun að takast á við að gera nýjan síðdegisþátt því það er mikil samkeppni í útvarpinu á þessum tíma dags en ég hlakka til að takast á við hana með Loga,“ segir Siggi um samstarf þeirra félaga.

„Áherslan er á að velja skemmtilegri leiðina í lífinu, vera léttir og lifandi,“ segir Logi um efnistökin en það er óhætt að segja að gleðin ráði ríkjum hjá þeim félögum en ófá hlátrasköllin hafa heyrst í fyrstu þáttunum.

„Við spjöllum við áhugavert fólk um skemmtilega hluti og erum ekkert að taka okkur of alvarlega. Lífið er miklu skemmtilegra þannig. Við viljum bjóða upp á valkost við hin síðdegisútvörpin sem eru eilítið þyngri,“ bætir Logi við.

„Við munum auðvitað fylgjast vel með málefnum líðandi stundar og gera því sem er að gerast góð skil auk þess sem við erum með fréttir á heila tímanum,“ segir Siggi.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar