Jólalögin farin að óma á Retró

JólaRetró hóf útsendingar í dag og sendir út „bara bestu ...
JólaRetró hóf útsendingar í dag og sendir út „bara bestu jólalögin“ alla daga fram að jólum.

Systurstöð K100, Retró 89,5, sem alla jafna spilar það besta frá '70, '80 og '90 breytist í JólaRetró frá og með deginum í dag. „Bara bestu jólalögin“ verður einkennisorð stöðvarinnar.

„Jólin eru alltaf að færast framar og framar. Jólavörur og skraut komið upp í sumum verslunum. Sömuleiðis er krafan um að jólalögin heyrist fyrr í útvarpinu alltaf meiri og meiri svo við erum bara að svara því kalli,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, Siggi Gunnars, dagskrár- og tónlistarstjóri K100 og Retró 89,5. 

Eins og einkunnarorðin segja til um verður boðið upp á „bara bestu jólalögin“ alla daga fram að jólum, allan sólahringinn. „Dagskrárgerðarmenn verða einnig með léttar innkomur með fróðleik og upplýsingum um það sem er að gerast í aðdraganda jóla. En aðalfókusinn verður á jólalögin sem allir þekkja,“ segir Siggi.

Retró hefur aukið vinsældir sínar töluvert síðastliðið ár samkvæmt mælingum Gallup og er ljóst að vinsældirnar munu bara aukast í aðdraganda jóla. „Það eru að jafnaði 35.000 manns sem hlusta á Retró í hverri viku og fer hlustendahópurinn á stöðina ört vaxandi, það er greinilegt að það er hljómgrunnur fyrir þessum gömlu góðu. Reynslan hefur líka kennt okkur að það er mikil eftirspurn eftir jólaútvarpsstöð svo við erum viss um að fjöldi hlustenda muni aukast töluvert í aðdraganda jóla,“ segir Siggi. 

Hægt er að hlusta á JólaRetró á FM 89,5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101,9 á Akureyri, á netinu á retro895.is og í útvarpsspilara sjónvarpsþjónustanna. Einnig er hægt að hlusta á Retró í gegnum öppin „Spilarinn“ eða „TuneIn“ í öllum Apple- og Android-símum. 

„Við vonum að hlustendur kunni að meta jólastemninguna á JólaRetró alla daga fram að jólum,“ segir Siggi sem kominn er í jólaskapið umtalaða eftir undirbúning stöðvarinnar sl. vikur. 

Hlustaðu á JólaRetró á netinu með því að smella hér.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar