Hátalaralengja í yfirstærð

Árni Matthíasson og Logi Bergmann með Sennheiser Ambeo-hátalaragræjuna.
Árni Matthíasson og Logi Bergmann með Sennheiser Ambeo-hátalaragræjuna. K100

Árni Matthíasson fer yfir nýjustu græjurnar í síðdegisþætti Loga og Sigga á K100. Í vikunni dró hann með sér risastóra Sennheiser Ambeo-hátalaragræju sem er sögð einstök í hljómgæðum.

Sennheiser Ambeo-græjan gefur frá sér hljóð af ýmsum tíðnum, í ...
Sennheiser Ambeo-græjan gefur frá sér hljóð af ýmsum tíðnum, í fyrsta sinn sem hún er sett upp, og nemur endurkastið til að ná að fínstilla hljóminn. Mynd: Aðsend

„Til þess að koma upp almennilegum hljómi við sjónvarpið er hægt að vera með heimabíó með mörgum hátölurum sem raðað er yfir, undir og allt um kring,“ segir Árni. „Algengasta lausnin er að hafa hátalaralengju undir sjónvarpinu, svonefnt „Soundbar“, og síðan bassabox ekki langt frá til að skila lágtíðninni. Sennheiser fer aðra leið þar sem allt er innifalið, ef svo má segja.“

Stillir sig miðað við endurkast

Árni segir að Sennheiser Ambeo-hátalarinn styðji Dolby Atmos, DTS:X og MPEG-H og skili 5.1.4 hljómi. „Hljóðnemi fylgir til að hjálpa að stilla græjuna. Þegar hún er sett upp í fyrsta sinn gefur hún frá sér hljóð af ýmsum tíðnum og nemur endurkastið til að ná að fínstilla hljóminn. Hún tekur þó óneitanlega nokkuð pláss. Breiddin er áþekk 55" sjónvarpsskjá, 126,5 sentimetrar og hæðin 12,5 —13,5 sentimetrar, eftir því hvort fætur eru notaðir undir græjuna eða ekki. Dýptin er 17,1 sentimetri. Hún er líka þung, 18,5 kíló.“

Þrettán hátalarar eru í græjunni en það eru 6 svokallaðir „wooferar“, 5 „tweeterar“ og tveir svonefndir „fullrange“ hátalarar sem vísa upp og til hliðar. Ekki er þörf á að hafa sérstakan bassahátalara, „subwoofer“, það næst kappnógur bassi og ríflega það, að sögn Árna.

„Hægt er að stýra græjunni með appi, fínstilla hljóminn og laga hann að rýminu. Magnarinn er 250 watta og hljómurinn eftir því. Hægt að láta allt leika á reiðiskjálfi en græjan er aðallega hönnuð fyrir sjónvarp og bíómyndir en tónlist hljómar líka einkar vel í henni.”

Sennheiser Ambeo kostar slétt 380 þúsund í Pfaff.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar