„Fíkn og skömm eru systur“

Anna Lóa Ólafsdóttir í Hamingjuhorninu segir að skömm hafi ótrúlega ...
Anna Lóa Ólafsdóttir í Hamingjuhorninu segir að skömm hafi ótrúlega mikil áhrif innra með okkur. Sektarkennd sé allt annað. Mynd: Aðsend.

„Skömmin býr innra með okkur sem oft er erfitt að átta sig á og tjá sig um. Þegar maður er þjakaður af skömm þá vill maður helst hafa leynd yfir henni og ekki segja neinum frá. Hún hefur ótrúlega mikil áhrif innra með okkur. Sektarkennd er eitthvað allt annað. Hún kemur vegna einhvers sem þú gerðir en ætlar að reyna að læra af reynslunni að gera það ekki aftur.“

Þetta segir Anna Lóa Ólafsdóttir í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 en færsla hennar í Hamingjuhorninu um skömm og sektarkennd hefur vakið mikla athygli.   

Æ og skammastu þín svo

Hún segir að samferðarfólk okkar getur oft kveikt í skömm, án þess að gera sér grein fyrir því. Það getur til dæmis átt við þegar samstarfsmaður fær sér köku á disk í mötuneytinu og annar lætur athugasemd fylgja um mataræði þess fyrra. Þá er verið að „skamm-kveikja“ sem er íslensk þýðing á „shame-triggering“, að sögn Önnu. Þetta geti líka átt við þegar nemandi er skammaður fyrir framan samnemendur af kennara, svo dæmi sé nefnt.

Þáttastjórnendur könnuðust vel við þessa hegðun hjá hvort öðru og var mikið hlegið í hljóðveri K100 að vanda.

Anna kom inn á að fólk getur losað sig við skömm með því að tjá sig um hana. „Fíkn og skömm eru systur. Þegar við upplifum mikla skömm þá er meiri hætta á að við förum að deyfa eða ánetjumst einhverju sem á að deyfa skömmina.“  

Áhugavert viðtal við Önnu Lóu má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan.

Eiríkur Fjalar söng ágætlega um þetta viðfangsefni um árið og kom að kjarna málsins.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar