Jólagjöf Robbie Williams

Robbie Williams og Jamie Cullum eru í jólastuði.
Robbie Williams og Jamie Cullum eru í jólastuði. Skjáskot: youtube.

Robbie Williams lætur sjaldan slá sig út af laginu. Hann hefur nú tilkynnt um útgáfu jólaplötu þar sem hann flytur helstu poppsmelli jólahátíðarinnar. Þar má til dæmis nefna lagið „Merry Xmas Everybody“ sem hljómsveitin Slade gerði ódauðlegt um árið. Lagið er ofarlega á tónlistarlistum um víða veröld í aðdraganda jóla. Robbie ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Píanóleikarinn og söngvarinn Jamie Cullum veitir Robbie fulltingi í laginu sem kemur út á plötunni „The Christmas Present“ en platan er væntanleg 22. nóvember.

Robbie hefur ekki áður sent frá sér jólaplötu en aðdáendur hans hafa lengi kallað eftir einni slíkri. Fyrri helmingur plötunnar verður tileinkaður klassískum jólalögum en sá seinni með nýrri lagasmíðum. 

Rod Stewart, Bryan Adams og Jamie Cullum koma fram á plötunni með Robbie Williams og einnig boxarinn Tyson Fury sem ku sýna leynda sönghæfileika.

Til að fylgja plötunni eftir verður Robbie Williams með jólatónleika á Wembley 16. desember.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar