„Fólk með ADHD er skemmtilegasta fólkið“

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake er með skemmtilegri mönnum. Í viðtali árið ...
Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake er með skemmtilegri mönnum. Í viðtali árið 2008 viðurkenndi hann að vera greindur með athyglisbrest og ofvirkni. AFP: Theo Wargo

Fólk sem glímir við ADHD eru oft einstaklingar sem þykja skemmtilegir, hafa ríka sköpunargáfu en á sama tíma eiga þeir oft erfitt með einbeitingu, þykir erfitt að muna einföldustu hluti og týna sumir bíllyklunum oftar en samferðarmennirnir. 

Á Íslandi starfar félag sem heitir ADHD samtökin sem halda uppi öflugu fræðslustarfi um þennan sjúkdóm sem hrjáir bæði börn og fullorðna. 

Þörf á auknum skilningi

Nóvember er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. ADHD samtökin vilja efla skilning á þeim sem eru haldnir athyglisbresti og ofvirkni. Áskoranir eru fjölmargar á degi hverjum fyrir þá sem glíma við sjúkdóminn og aðstandendur þeirra. Á Íslandi selja ADHD samtökin endurskinsmerki sem skreytt eru með myndum eftir Hugleik Dagsson auk þess að gefa út fjölda bæklinga.

Elín Hinriksdóttir sérkennari er formaður ADHD samtakanna, en hún heimsótti morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi málin. Í viðtalinu, sem hægt er að sjá í spilaranum hér fyrir neðan, komu fram margar spaugilegar hliðar sjúkdómsins, en þáttarstjórnendur segjast þekkja hjá sér mörg einkenni.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar