„Fólk með ADHD er skemmtilegasta fólkið“

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake er með skemmtilegri mönnum. Í viðtali árið …
Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake er með skemmtilegri mönnum. Í viðtali árið 2008 viðurkenndi hann að vera greindur með athyglisbrest og ofvirkni. AFP: Theo Wargo

Fólk sem glímir við ADHD eru oft einstaklingar sem þykja skemmtilegir, hafa ríka sköpunargáfu en á sama tíma eiga þeir oft erfitt með einbeitingu, þykir erfitt að muna einföldustu hluti og týna sumir bíllyklunum oftar en samferðarmennirnir. 

Á Íslandi starfar félag sem heitir ADHD samtökin sem halda uppi öflugu fræðslustarfi um þennan sjúkdóm sem hrjáir bæði börn og fullorðna. 

Þörf á auknum skilningi

Nóvember er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. ADHD samtökin vilja efla skilning á þeim sem eru haldnir athyglisbresti og ofvirkni. Áskoranir eru fjölmargar á degi hverjum fyrir þá sem glíma við sjúkdóminn og aðstandendur þeirra. Á Íslandi selja ADHD samtökin endurskinsmerki sem skreytt eru með myndum eftir Hugleik Dagsson auk þess að gefa út fjölda bæklinga.

Elín Hinriksdóttir sérkennari er formaður ADHD samtakanna, en hún heimsótti morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi málin. Í viðtalinu, sem hægt er að sjá í spilaranum hér fyrir neðan, komu fram margar spaugilegar hliðar sjúkdómsins, en þáttarstjórnendur segjast þekkja hjá sér mörg einkenni.

mbl.is