Emmsjé Gauti gerir atlögu að toppnum

Emmsjé Gauti er á harðaspretti upp Topplistann með lag sitt ...
Emmsjé Gauti er á harðaspretti upp Topplistann með lag sitt Malbik. Haraldur Jónasson/Hari

Tónlistinn Topp 40 er eini opinberi vinsældalisti landsins, tekinn saman af Félagi hljómplötuframleiðenda. Listinn er sendur út á K100 alla sunnudaga frá 14 til 16. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

Breytingar á toppnum

Það dregur til tíðinda í toppbaráttu listans. Tones and I ryðja Post Malone úr efsta sætinu í þessari viku með lagið „Dance Monkey“. Lagið hefur setið í 10 vikur á lista og vaxið ásmegin í hverri viku. Myndbandið er ansi skemmtilegt.

Emmsjé Gauti var hástökkvari síðustu viku með lagið „Malbik“ og fór strax í 12. sæti listans. Lagið er eilítið melódískara og popp/rokk skotnara en það sem Gauti hefur áður sent frá sér. Þjóðinni virðist líka það vel en það situr nú í 2. sæti Topplistans.

Hástökkvarar þessa vikuna eru þeir Aron Can og Friðrik Dór með lagið „Hingað og þangað.“ Það fór beint í 8. sæti Topplistans.

Listann í heild má sjá hér.

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar