Emmsjé Gauti gerir atlögu að toppnum

Emmsjé Gauti er á harðaspretti upp Topplistann með lag sitt …
Emmsjé Gauti er á harðaspretti upp Topplistann með lag sitt Malbik. Haraldur Jónasson/Hari

Tónlistinn Topp 40 er eini opinberi vinsældalisti landsins, tekinn saman af Félagi hljómplötuframleiðenda. Listinn er sendur út á K100 alla sunnudaga frá 14 til 16. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

Breytingar á toppnum

Það dregur til tíðinda í toppbaráttu listans. Tones and I ryðja Post Malone úr efsta sætinu í þessari viku með lagið „Dance Monkey“. Lagið hefur setið í 10 vikur á lista og vaxið ásmegin í hverri viku. Myndbandið er ansi skemmtilegt.

Emmsjé Gauti var hástökkvari síðustu viku með lagið „Malbik“ og fór strax í 12. sæti listans. Lagið er eilítið melódískara og popp/rokk skotnara en það sem Gauti hefur áður sent frá sér. Þjóðinni virðist líka það vel en það situr nú í 2. sæti Topplistans.

Hástökkvarar þessa vikuna eru þeir Aron Can og Friðrik Dór með lagið „Hingað og þangað.“ Það fór beint í 8. sæti Topplistans.

Listann í heild má sjá hér.

mbl.is