Sam Smith endurgerir lag Donnu Summer

Sam Smith hefur gefið út nýtt lag sem er endurhljóðblönduð …
Sam Smith hefur gefið út nýtt lag sem er endurhljóðblönduð útgáfa af lagi Donnu Summer, "I Feel Love." Mynd: Samsett

Sam Smith hefur upp raust sína á með rafdúettnum Disclosure í endurhljóðblandaðri útgáfu af laginu „I Feel Love“ sem Donna Summer söng og gerði frægt um árið.

Smith gaf út lagið „How Do You Sleep“ í sumar sem hefur notið mikilla vinsælda. Hán hefur látið hafa eftir sér að tónlistin í dag sé of dramatísk og alvarleg og að það vanti kannski meira stuð og gleði. 

Lagið „I Feel Love“ kom fyrst út á diskóárinu 1977 á fimmtu breiðskífu Donnu Summer, sem bar heitið „I Remember Yesterday.“ Giorgio Moroder sá um að útsetja lagið sem talið er hafa haft djúp áhrif á raftónlistarmenn sem síðar komu.

mbl.is