Óvæntur dans kennara við Thriller slær í gegn

Michael Jackson ásamt uppvakningum í tónlistarmyndbandi við lagið Thriller.
Michael Jackson ásamt uppvakningum í tónlistarmyndbandi við lagið Thriller. Skjáskot: youtube.com

Nemendur við Birney skólann í suðvestur Michigan ríki í Bandaríkjunum voru á leið í tíma í vikunni, þegar undirbúningur fyrir Hrekkjavökuna stóð sem hæst. Skyndilega heyrðist lag Michael Jackson, Thriller og danskennarinn Jennifer Hawkins birtist ásamt nemendum sínum. Þau stigu sporin úr myndbandinu fræga og komu samnemendum og starfsliði algjörlega í opna skjöldu.

Myndband af gjörningnum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og vilja sumir að Hawkins verði tilnefnd sem kennari ársins fyrir uppátækið.
mbl.is