Oprah aftur á skjáinn

Oprah byrjar með þætti á Apple TV+ þar sem hún …
Oprah byrjar með þætti á Apple TV+ þar sem hún ræðir við rithöfunda. AFP

Streymisveita Apple, sem ber heitið Apple TV+ hefur göngu sína í dag. Þrír þættir í hverri þáttaröð eru aðgengilegir en fleiri þættir munu bætast við í hverri viku.

Morningshow
Þetta eru þættir sem lofa góðu með þeim Jennifer Anniston, Steve Carell og Reese Witherspoon í aðalhlutverkum.

See

Hera Hilmars og Jason Momoa leika aðalhlutverk í þessum vísindatrylli sem á að gerast í framtíðinni þegar vírus hefur útrýmt eiginleikum manna til að sjá.

Dickinson

Leikkonan Hailee Steinfeld fer með hlutverk rithöfundarins Emily Dickinson sem glímdi við sitt nánasta umhverfi, á sínum yngri árum, fyrir að fá að vera sú sem hún fæddist til að vera. 

Oprah’s Book club

Oprah snýr aftur í sjónvarp og ræðir við rithöfunda í nýjum þáttum á Apple TV+

mbl.is