„Samkynhneigð var ekki til í Búðardal“

Guðmundur Kári Þorgrímsson.
Guðmundur Kári Þorgrímsson. K100

Fyrir sléttum fjórum árum, árið 2015, birti Guðmundur Kári Þorgrímsson, þá sextán ára, myndband á Facebook þar sem hann kom út úr skápnum. Þar hvatti hann alla sem væru óvissir til að ræða við sig þar sem hann vildi miðla af reynslu sinni.

Fjórum árum síðar segir Guðmundur Kári að myndbandið eigi ennþá vel við.
„Við gerum okkur stundum ekki grein fyrir hvað við getum haft góð og hvetjandi áhrif á aðra," segir hann í viðtali við þá Loga og Sigga í síðdegisþætti K100. „Þegar ég kom út úr skápnum var ég fyrst og fremst að gera það fyrir sjálfan mig. Það sem ég vissi ekki var að þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á líf annarra einstaklinga sem komu út úr skápnum í kjölfar myndbandsins. Síðan þá hef ég reynt eins og ég get að sýna fram á fegurðina sem býr í lífinu utan skápsins.“

Vill hvetja aðra

Guðmundur Kári ferðast nú á milli grunnskóla og fræðir krakka í unglingadeildum um hvað það þýðir að vera hinsegin og hvernig það er að koma úr skápnum. Hann segir þörfina á slíku vera mikla, einkum á landsbyggðinni.

„Ég kem úr Búðardal og þegar ólst þar upp þá var ekki til neitt sem hét að vera samkynhneigður. Það var bara í bíómyndum eða fréttunum. Samkynhneigð var ekki til í Búðardal þannig að ég vissi varla hvað þetta var. Þess vegna vil ég helst hitta krakka í grunnskólum úti á landi og miðla af reynslu minni.”

Hlustaðu á nýjan síðdegisþátt þeirra Loga Bergmann og Sigga Gunnars á K100 alla virka daga frá 16 til 18. 

Fróðlegt viðtal við Guðmund Kára er í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar