Vill að börn fái að drekka kók í skólanum

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur síðustu 5 ár haldið fyrirlestra í skólum, …
Aðalheiður Sigurðardóttir hefur síðustu 5 ár haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum og fyrir foreldrahópa í samráði við Einhverfu- og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi. K100

„Ég held fyrirlestra um einhverfu og hef stuðað einhverja,“ segir Aðalheiður Sigurðardóttir fyrirlesari sem segir að eitt af því mikilvægasta í lífinu sé að vera samþykktur eins og maður er. 

Aðalheiður á einhverfa dóttur sem hún segir hafa eignast nýtt líf. „Dóttir mín fór frá því að vera í kuli og grátandi stelpa sem vildi ekki fara í skólann yfir í að kveðja mig á hverjum morgni með kossi og hlakkaði til að fara í skólann.“ Þetta sagði Aðalheiður í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 en hún þakkar skólayfirvöldum fyrir frábært samstarf og góð samskipti.  

Stundum þarf að fara á svig við reglur

Aðalheiður segir að þótt aðhald í skólanum skipti máli þurfi að vera svigrúm fyrir sum börn. Margir krakkar upplifi skólann sem ringulreið. Þegar börn með ADHD, einhverfu og kvíða koma í skólann séu til leiðir sem hjálpa þeim til að líða miklu betur í skólanum þótt það þýði að farið sé á svig við einhverjar af þeim reglum sem ríkt hafa í skólastarfi til þessa. Það gæti jafnvel þýtt að leyfa barni að drekka kók. 

Dóttir Aðalheiðar mætir alla daga fimm mínútum of seint í skólann. Það gerir hún til að forðast ringulreiðina þegar hin börnin eru að mæta og líður fyrir vikið mun betur. 

Aðalheiður hefur síðustu 5 ár haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum og fyrir foreldrahópa í samráði við Einhverfu-og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi. Áhugavert viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan.mbl.is