Flog er ekki til fagnaðar

Daníel Wirkner, gullsmíðanemi, fékk flogakast um borð í flugvél Icelandair ...
Daníel Wirkner, gullsmíðanemi, fékk flogakast um borð í flugvél Icelandair á leið frá Spáni til Keflavíkur. K100

Þann 3. september s.l. fékk Daníel Wirkner, gullsmíðanemi, flogakast um borð í flugvél Icelandair á leið frá Spáni til Keflavíkur. Vélinni var neyðarlent í Dublin á Írlandi. Daníel til happs var Hlynur Löve, læknir, staddur um borð og einnig Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Með skjótum viðbrögðum og góðri aðstoð áhafnar vélarinnar tókst að bjarga lífi Daníels.  

Súrefnismettunarmælar eru ekki um borð í flugvélum almennt, en Hlynur hafði á orði, að hans vinna myndi hafa verið mun auðveldari, hefði hann haft slíkan mæli við hendina.

Daníel vill launa lífgjöfina og láta um leið gott af sér leiða. Hann vill safna fyrir súrefnismettunarmælum og setja í allar vélar flugflotans. Hann leitaði því til nokkurra valinkunnra listamanna um aðstoð og allir, sem haft var samband við, tóku því vel.

Lauf, félag flogaveikra á Íslandi, leggur Daníel lið. Styrktartónleikar verða í Gamla Bíó í kvöld, miðvikudaginn 30. október, kl. 20:00.

Á meðal þeirra sem koma fram eru Ari Eldjárn, Eyþór Ingi, KK, Björn Thoroddson, Dagur Sig, Pétur Örn og Laddi og Leikhúsbandið.

Hægt er að panta miða á netfanginu redstone@internet.is eða við innganginn en miðaverð er 4.500 krónur.mbl.is
The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að halda á þeim hita.
Fréttir

„Færðu mér karlmann í jólagjöf“

Flestir kannast við hinar einu sönnu „The Weather Girls“ sem gerðu lagið It's raining men ódauðlegt á sínum tíma. Nánar

Tónlistarkonan Heiða Ólafs.
Ísland vaknar

Heiða Ólafs hefur góð tök á sviðskrekknum

Heiða segist hafa lært að færa sér sviðskrekkinn í nyt til að gera betur á sviðinu. Nánar

Bandaríska söngkonan Pink með manni sínum Carey Hart og börnum þeirra, Jameson Moon Hart og Willow Sage Hart.
Fréttir

Pink í pásu

Hún ætlar að taka sér hlé um ótilgreindan tíma frá tónlistarsköpun og tónleikum til að gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna. Nánar

Robbie Williams er í jólastuði.
Fréttir

Er Robbie að stela jólunum?

Tónlistargagnrýnendur segja að nýtt jólalag Robbie Williams eigi eftir að lifa lengi. Nánar

Toni Watson eða Tones and I.
Fréttir

Ástralski „böskarinn“ heldur sigurförinni áfram

Það er óhætt að segja að hin 19 ára Toni Watson hafi skekið tónlistarheiminn s.l. mánuði. Nánar

Fréttir

Jólaauglýsing John Lewis slær met í krúttheitum

Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Nánar

„Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar hafa það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.
Fréttir

Kynlífsmarkþjálfi til að bæta samlíf

Þeim fer fjölgandi sem leita sér hjálpar hjá „kynlífsmarkþjálfa“ til að bæta samlíf sitt. Nánar

Verðmætir eru sokkar Michael Jackson.
Fréttir

Sokkar Michael Jackson metnir á 125 milljónir

Sokkar Michael Jackson eru mjög verðmætir en í þeim tók hann hið svokallaða „Moonwalk“-spor. Nánar