Flog er ekki til fagnaðar

Daníel Wirkner, gullsmíðanemi, fékk flogakast um borð í flugvél Icelandair …
Daníel Wirkner, gullsmíðanemi, fékk flogakast um borð í flugvél Icelandair á leið frá Spáni til Keflavíkur. K100

Þann 3. september s.l. fékk Daníel Wirkner, gullsmíðanemi, flogakast um borð í flugvél Icelandair á leið frá Spáni til Keflavíkur. Vélinni var neyðarlent í Dublin á Írlandi. Daníel til happs var Hlynur Löve, læknir, staddur um borð og einnig Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Með skjótum viðbrögðum og góðri aðstoð áhafnar vélarinnar tókst að bjarga lífi Daníels.  

Súrefnismettunarmælar eru ekki um borð í flugvélum almennt, en Hlynur hafði á orði, að hans vinna myndi hafa verið mun auðveldari, hefði hann haft slíkan mæli við hendina.

Daníel vill launa lífgjöfina og láta um leið gott af sér leiða. Hann vill safna fyrir súrefnismettunarmælum og setja í allar vélar flugflotans. Hann leitaði því til nokkurra valinkunnra listamanna um aðstoð og allir, sem haft var samband við, tóku því vel.

Lauf, félag flogaveikra á Íslandi, leggur Daníel lið. Styrktartónleikar verða í Gamla Bíó í kvöld, miðvikudaginn 30. október, kl. 20:00.

Á meðal þeirra sem koma fram eru Ari Eldjárn, Eyþór Ingi, KK, Björn Thoroddson, Dagur Sig, Pétur Örn og Laddi og Leikhúsbandið.

Hægt er að panta miða á netfanginu redstone@internet.is eða við innganginn en miðaverð er 4.500 krónur.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist