„Stórhættulegt að kyssa í loðkápu“

AFP

Það getur verið stórvarasamt að stunda kossaleiki. Þetta má lesa á milli línanna í ábendingum um kossa sem birtust í Heimilisritinu fyrir margt löngu. Þeir sem lesa kossareglurnar í dag brosa út í annað þar sem reglurnar þykja býsna fornfálegar.

  1. Í samkvæmi, þar sem kossaleikir eru tíðkaðir, ber að gæta þess að skola munninn oft og vel.
  2. Gætið þess að verða ekki fyrir snöggum hitabreytingum, er þið kyssið.
  3. Kyssið ekki á fjölförnum stöðum
  4. Það er stórhættulegt að kyssa í loðkápu aðra mínútuna og léttklæddur þá næstu
  5. Kyssið ekki í járnbrautarlestum, strætisvögnum, blómabúðum, leikhúsum, matvörubúðum og lyftum.
  6. Kyssið aldrei í illa loftræstu herbergi.
  7. Það er óskynsamlegt að kyssa þann sem hefur inflúensu.
  8. Varast ber að kyssa þann, sem er eitthvað lasinn. 
  9. Ef þið þurfið að iðka listina að kyssa, gerið það þá í einrúmi og freistið ekki annarra.
  10. Ef þið eruð „miður ykkar“ eftir að hafa kysst, þá fáið ykkur heitt sinneps-fótabað - og forðizt dragsúg.

Rætt var um þessar sérstöku reglur í morgunþættinum Ísland vaknar og má sjá umræðuna hér að neðan.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist