Slaka í klaka

Vilhjálmur Andri Einarsson í ísbaði. Með honum á myndinni er …
Vilhjálmur Andri Einarsson í ísbaði. Með honum á myndinni er Tanit Karolys. Þó erfitt geti verið að byrja að læra að fara ofan í ísköld böð segir Vilhjálmur að dæmi séu um að hann þurfi á námskeiðum sínum að minna fólk á að tíminn sem það hefur í köldu böðunum sé liðinn og það eigi að fara upp úr. Mynd: Facebook: Andri Iceland.

Vilhjálmur Andri Einarsson lífsþjálfi losaði sig við bakverki, mígreni og þunglyndi. Árangrinum náði hann með öndunaraðferðum og köldum böðum sem oft eru kenndar við Wim Hof. Vilhjálmur Andri stendur fyrir námskeiðum fyrir fólk sem vill bæta lífsgæði sín.

Burt með bólgu og streitu

Að sögn Vilhjálms Andra lærir fólk á taugakerfið í líkamanum þegar það fer ofan í ísköld böð.  „Köld böð hjálpa fólki að ná bæði bólgum og streitu úr líkamanum," segir hann og bendir á yfirlýsingu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um að streita sé einn versti óvinur fólks á 21. öldinni. 

Þó erfitt geti verið að byrja að læra að fara ofan í ísköld böð segir hann að dæmi séu um að hann þurfi á námskeiðum sínum að minna fólk á að tíminn sem það hefur í köldu böðunum sé liðinn og það eigi að fara upp úr.  

Hægt er að kynna sér málið betur með því að horfa á viðtalið hér að neðan og svo má nálgast frekari upplýsingar á Facebook síðunni Andri Iceland.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir