Slaka í klaka

Vilhjálmur Andri Einarsson í ísbaði. Með honum á myndinni er ...
Vilhjálmur Andri Einarsson í ísbaði. Með honum á myndinni er Tanit Karolys. Þó erfitt geti verið að byrja að læra að fara ofan í ísköld böð segir Vilhjálmur að dæmi séu um að hann þurfi á námskeiðum sínum að minna fólk á að tíminn sem það hefur í köldu böðunum sé liðinn og það eigi að fara upp úr. Mynd: Facebook: Andri Iceland.

Vilhjálmur Andri Einarsson lífsþjálfi losaði sig við bakverki, mígreni og þunglyndi. Árangrinum náði hann með öndunaraðferðum og köldum böðum sem oft eru kenndar við Wim Hof. Vilhjálmur Andri stendur fyrir námskeiðum fyrir fólk sem vill bæta lífsgæði sín.

Burt með bólgu og streitu

Að sögn Vilhjálms Andra lærir fólk á taugakerfið í líkamanum þegar það fer ofan í ísköld böð.  „Köld böð hjálpa fólki að ná bæði bólgum og streitu úr líkamanum," segir hann og bendir á yfirlýsingu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um að streita sé einn versti óvinur fólks á 21. öldinni. 

Þó erfitt geti verið að byrja að læra að fara ofan í ísköld böð segir hann að dæmi séu um að hann þurfi á námskeiðum sínum að minna fólk á að tíminn sem það hefur í köldu böðunum sé liðinn og það eigi að fara upp úr.  

Hægt er að kynna sér málið betur með því að horfa á viðtalið hér að neðan og svo má nálgast frekari upplýsingar á Facebook síðunni Andri Iceland.

mbl.is
The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að halda á þeim hita.
Fréttir

„Færðu mér karlmann í jólagjöf“

Flestir kannast við hinar einu sönnu „The Weather Girls“ sem gerðu lagið It's raining men ódauðlegt á sínum tíma. Nánar

Tónlistarkonan Heiða Ólafs.
Ísland vaknar

Heiða Ólafs hefur góð tök á sviðskrekknum

Heiða segist hafa lært að færa sér sviðskrekkinn í nyt til að gera betur á sviðinu. Nánar

Bandaríska söngkonan Pink með manni sínum Carey Hart og börnum þeirra, Jameson Moon Hart og Willow Sage Hart.
Fréttir

Pink í pásu

Hún ætlar að taka sér hlé um ótilgreindan tíma frá tónlistarsköpun og tónleikum til að gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna. Nánar

Robbie Williams er í jólastuði.
Fréttir

Er Robbie að stela jólunum?

Tónlistargagnrýnendur segja að nýtt jólalag Robbie Williams eigi eftir að lifa lengi. Nánar

Toni Watson eða Tones and I.
Fréttir

Ástralski „böskarinn“ heldur sigurförinni áfram

Það er óhætt að segja að hin 19 ára Toni Watson hafi skekið tónlistarheiminn s.l. mánuði. Nánar

Fréttir

Jólaauglýsing John Lewis slær met í krúttheitum

Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Nánar

„Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar hafa það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.
Fréttir

Kynlífsmarkþjálfi til að bæta samlíf

Þeim fer fjölgandi sem leita sér hjálpar hjá „kynlífsmarkþjálfa“ til að bæta samlíf sitt. Nánar

Verðmætir eru sokkar Michael Jackson.
Fréttir

Sokkar Michael Jackson metnir á 125 milljónir

Sokkar Michael Jackson eru mjög verðmætir en í þeim tók hann hið svokallaða „Moonwalk“-spor. Nánar