Ný hljóðdempandi heyrnartól

Árni Matthíasson fer yfir nýjustu græjurnar í síðdegisþætti Loga og ...
Árni Matthíasson fer yfir nýjustu græjurnar í síðdegisþætti Loga og Sigga á K100. K100

Fjölmargir þekkja Bose QC 35 heyrnartólin sem hafa verið leiðandi þegar heyrnartól með hljóðdempun eru annars vegar. Fyrsta gerð þannig heyrnartóla var QuietComfort 15 og síðan kom QC 25 2015 og voru þá bestu hljóðdempandi heyrnatólin á markaðnum. QC 35 kom þarnæst og svo QC 35 II 2017, frábær heyrnartól, en ekki byltingarkennd.

Keppinautarnir, aðallega Sony og Beats, hafa ekki setið auðum höndum og sérstaklega hefur Sony sótt í sig veðrið. Af þeim tólum sem ég hef prófað voru Sony 1000XM3 fyrstu hljóðdempandi heyrnartólin sem sem skákuðu QC 35.

Þessu svaraði Bose með NC 700, sem þýðir einfaldlega „hljóðdempandi heyrnartól 700“, sem komu á markað í sumar. Þau eru þó ekki arftakar QC-tólanna, heldur ný kynslóð, viðbót við heyrnartólalínu Bose, eins og sjá má af hönnuninni, sem er talsvert frábrugðin QC-línunni, en þrátt fyrir það er gagnlegt að bera þau saman við QC-tólin, sem fjölmargir þekkja.

Tæknin á bak við hljóðdempunina er mikið breytt, mun öflugri, og hægt að fínstilla hana eftir sem hver og einn vill. Þannig þarf ekki að taka heyrnartólin af sér ef maður vill spjalla við einhvern, því með því að smella á hnapp eða smella á skálina yfir eyranu stoppar músíkin og hljóðneminn sér til þess að maður heyri vel það sem sagt er við mann.

Það er hægt að stilla dempunina, alls eru ellefu stig sem hægt er að velja í heyrnartólunum eða í appi. Í efstu stillingum dempa þau umhverfishljóð mun betur en QC 35 og líka betur en Sony 1000XM3. Það er líka gaman að prófa að stilla niður í núll, þvi þá er eins og maður sé ekki með heyrnartól á eyrunum, hljóðneminn sér um það.

Snertistýring er í tólunum, hægt að stökkva á milli laga, hækka og lækka og stoppa með því að smella á hægri heyrnartólsskálina eða strjúka hana. Líka svara eða hafna símtali. Það er einmitt mjög þægilegt að nota þau til að tala í síma og þeir sem maður talar við heyra muninn.

Það er mjög gagnlegt að geta verið með tengingu við tvö tæki í einu, til dæmis fartölvu og farsíma, og þegar hringt er í mann stoppar músíkin á fartölvunni sjálfkrafa svo hægt sé að svara í símann. Þetta er reyndar líka þannig í QC-35.

Hljóðneminn, eða hljóðnemarnir, eru frábærir, ef maður vill til að mynda tala í síma eða í skype- eða whatsapp-samtali

Þau styðja Alexu og Google Assistant sem hægt er að ræsa með því að ýta á hnapp. Já og Siri, fyrir þá sem eru með iPhone eða ámóta apparöt frá Apple.

Þau eru líka með innbyggðan hreyfiskynjara sem á að gera heyrnartólunum kleift að breyta hljóðmyndinni eftir því hvað maður er að gera, snúa hausnum til að mynda, en til þess þarf að sækja smáforrit í símann.

Þau kosta sitt, 54.900 kr., en QC-35, sem eru líka framúrskarandi heyrnartól þótt NCH 700 séu betri, kosta 47.900.

Appið, sem er nýtt, er þokkalegt, en það þarf ekki nema maður vilji fínstilla hljóminn.

Hlustaðu á nýjan síðdegisþátt þeirra Loga Bergmann og Sigga Gunnars á K100 alla virka daga frá 16 til 18. 

Fróðlegt viðtal við Árna er í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa.
Fréttir

Nýtt lag með U2

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir „Ahimsa“ og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði. Nánar

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Fréttir

Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu vekur athygli og umtal. Nánar

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í er boði á Netflix og í bíó. Nánar

Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar