Ný hljóðdempandi heyrnartól

Árni Matthíasson fer yfir nýjustu græjurnar í síðdegisþætti Loga og ...
Árni Matthíasson fer yfir nýjustu græjurnar í síðdegisþætti Loga og Sigga á K100. K100

Fjölmargir þekkja Bose QC 35 heyrnartólin sem hafa verið leiðandi þegar heyrnartól með hljóðdempun eru annars vegar. Fyrsta gerð þannig heyrnartóla var QuietComfort 15 og síðan kom QC 25 2015 og voru þá bestu hljóðdempandi heyrnatólin á markaðnum. QC 35 kom þarnæst og svo QC 35 II 2017, frábær heyrnartól, en ekki byltingarkennd.

Keppinautarnir, aðallega Sony og Beats, hafa ekki setið auðum höndum og sérstaklega hefur Sony sótt í sig veðrið. Af þeim tólum sem ég hef prófað voru Sony 1000XM3 fyrstu hljóðdempandi heyrnartólin sem sem skákuðu QC 35.

Þessu svaraði Bose með NC 700, sem þýðir einfaldlega „hljóðdempandi heyrnartól 700“, sem komu á markað í sumar. Þau eru þó ekki arftakar QC-tólanna, heldur ný kynslóð, viðbót við heyrnartólalínu Bose, eins og sjá má af hönnuninni, sem er talsvert frábrugðin QC-línunni, en þrátt fyrir það er gagnlegt að bera þau saman við QC-tólin, sem fjölmargir þekkja.

Tæknin á bak við hljóðdempunina er mikið breytt, mun öflugri, og hægt að fínstilla hana eftir sem hver og einn vill. Þannig þarf ekki að taka heyrnartólin af sér ef maður vill spjalla við einhvern, því með því að smella á hnapp eða smella á skálina yfir eyranu stoppar músíkin og hljóðneminn sér til þess að maður heyri vel það sem sagt er við mann.

Það er hægt að stilla dempunina, alls eru ellefu stig sem hægt er að velja í heyrnartólunum eða í appi. Í efstu stillingum dempa þau umhverfishljóð mun betur en QC 35 og líka betur en Sony 1000XM3. Það er líka gaman að prófa að stilla niður í núll, þvi þá er eins og maður sé ekki með heyrnartól á eyrunum, hljóðneminn sér um það.

Snertistýring er í tólunum, hægt að stökkva á milli laga, hækka og lækka og stoppa með því að smella á hægri heyrnartólsskálina eða strjúka hana. Líka svara eða hafna símtali. Það er einmitt mjög þægilegt að nota þau til að tala í síma og þeir sem maður talar við heyra muninn.

Það er mjög gagnlegt að geta verið með tengingu við tvö tæki í einu, til dæmis fartölvu og farsíma, og þegar hringt er í mann stoppar músíkin á fartölvunni sjálfkrafa svo hægt sé að svara í símann. Þetta er reyndar líka þannig í QC-35.

Hljóðneminn, eða hljóðnemarnir, eru frábærir, ef maður vill til að mynda tala í síma eða í skype- eða whatsapp-samtali

Þau styðja Alexu og Google Assistant sem hægt er að ræsa með því að ýta á hnapp. Já og Siri, fyrir þá sem eru með iPhone eða ámóta apparöt frá Apple.

Þau eru líka með innbyggðan hreyfiskynjara sem á að gera heyrnartólunum kleift að breyta hljóðmyndinni eftir því hvað maður er að gera, snúa hausnum til að mynda, en til þess þarf að sækja smáforrit í símann.

Þau kosta sitt, 54.900 kr., en QC-35, sem eru líka framúrskarandi heyrnartól þótt NCH 700 séu betri, kosta 47.900.

Appið, sem er nýtt, er þokkalegt, en það þarf ekki nema maður vilji fínstilla hljóminn.

Hlustaðu á nýjan síðdegisþátt þeirra Loga Bergmann og Sigga Gunnars á K100 alla virka daga frá 16 til 18. 

Fróðlegt viðtal við Árna er í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is
Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar

Elenora Rós Georgesdóttir.
Ísland vaknar

Einn snjallasti bakari landsins er 19 ára

Elenora Rós Georgesdóttir hefur frá unga aldri haft áhuga á bakstri og kökugerð. Nánar

The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að halda á þeim hita.
Fréttir

„Færðu mér karlmann í jólagjöf“

Flestir kannast við hinar einu sönnu „The Weather Girls“ sem gerðu lagið It's raining men ódauðlegt á sínum tíma. Nánar

Tónlistarkonan Heiða Ólafs.
Ísland vaknar

Heiða Ólafs hefur góð tök á sviðskrekknum

Heiða segist hafa lært að færa sér sviðskrekkinn í nyt til að gera betur á sviðinu. Nánar

Bandaríska söngkonan Pink með manni sínum Carey Hart og börnum þeirra, Jameson Moon Hart og Willow Sage Hart.
Fréttir

Pink í pásu

Hún ætlar að taka sér hlé um ótilgreindan tíma frá tónlistarsköpun og tónleikum til að gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna. Nánar

Robbie Williams er í jólastuði.
Fréttir

Er Robbie að stela jólunum?

Tónlistargagnrýnendur segja að nýtt jólalag Robbie Williams eigi eftir að lifa lengi. Nánar

Toni Watson eða Tones and I.
Fréttir

Ástralski „böskarinn“ heldur sigurförinni áfram

Það er óhætt að segja að hin 19 ára Toni Watson hafi skekið tónlistarheiminn s.l. mánuði. Nánar

Fréttir

Jólaauglýsing John Lewis slær met í krúttheitum

Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Nánar