„Jól í skókassa“ gleður fátæk börn

Hreinn Pálsson er starfsmaður hjá KFUM og KFUK. Fyrir jólin …
Hreinn Pálsson er starfsmaður hjá KFUM og KFUK. Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK að láta reyna á verkefnið „Jól í skókassa“ hér á landi og því fagna aðstandendur þess fimmtán ára afmæli í ár. K100

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. 

Hreinn Pálsson, starfsmaður frá félaginu KFUM og KFUK, heimsótti Ísland vaknar og segir hann að Íslendingar hafi undanfarin ár tekið virkan þátt í verkefninu en þeir sem vilja taka þátt þurfa að koma sínum skókassa í höfuðstöðvar félagsins á Holtaveg.

Fimmtán ára afmæli verkefnisins

Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK að láta reyna á verkefnið hér á landi og því fagna aðstandendur þess fimmtán ára afmæli í ár. Undirtektirnar hafa að sögn Hreins verið frábærar og sífellt fleiri taka þátt. Þannig söfnuðust rúmlega fimm hundruð kassar fyrsta árið en undanfarin ár hafa um það bil fimm þúsund skókassar borist sem Úkraínsk börn fá í jólagjöf á hverju ári.

Áhugavert viðtal við Hrein má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist