„Jól í skókassa“ gleður fátæk börn

Hreinn Pálsson er starfsmaður hjá KFUM og KFUK. Fyrir jólin ...
Hreinn Pálsson er starfsmaður hjá KFUM og KFUK. Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK að láta reyna á verkefnið „Jól í skókassa“ hér á landi og því fagna aðstandendur þess fimmtán ára afmæli í ár. K100

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. 

Hreinn Pálsson, starfsmaður frá félaginu KFUM og KFUK, heimsótti Ísland vaknar og segir hann að Íslendingar hafi undanfarin ár tekið virkan þátt í verkefninu en þeir sem vilja taka þátt þurfa að koma sínum skókassa í höfuðstöðvar félagsins á Holtaveg.

Fimmtán ára afmæli verkefnisins

Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK að láta reyna á verkefnið hér á landi og því fagna aðstandendur þess fimmtán ára afmæli í ár. Undirtektirnar hafa að sögn Hreins verið frábærar og sífellt fleiri taka þátt. Þannig söfnuðust rúmlega fimm hundruð kassar fyrsta árið en undanfarin ár hafa um það bil fimm þúsund skókassar borist sem Úkraínsk börn fá í jólagjöf á hverju ári.

Áhugavert viðtal við Hrein má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að halda á þeim hita.
Fréttir

„Færðu mér karlmann í jólagjöf“

Flestir kannast við hinar einu sönnu „The Weather Girls“ sem gerðu lagið It's raining men ódauðlegt á sínum tíma. Nánar

Tónlistarkonan Heiða Ólafs.
Ísland vaknar

Heiða Ólafs hefur góð tök á sviðskrekknum

Heiða segist hafa lært að færa sér sviðskrekkinn í nyt til að gera betur á sviðinu. Nánar

Bandaríska söngkonan Pink með manni sínum Carey Hart og börnum þeirra, Jameson Moon Hart og Willow Sage Hart.
Fréttir

Pink í pásu

Hún ætlar að taka sér hlé um ótilgreindan tíma frá tónlistarsköpun og tónleikum til að gefa sér meiri tíma fyrir fjölskylduna. Nánar

Robbie Williams er í jólastuði.
Fréttir

Er Robbie að stela jólunum?

Tónlistargagnrýnendur segja að nýtt jólalag Robbie Williams eigi eftir að lifa lengi. Nánar

Toni Watson eða Tones and I.
Fréttir

Ástralski „böskarinn“ heldur sigurförinni áfram

Það er óhætt að segja að hin 19 ára Toni Watson hafi skekið tónlistarheiminn s.l. mánuði. Nánar

Fréttir

Jólaauglýsing John Lewis slær met í krúttheitum

Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Nánar

„Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar hafa það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.
Fréttir

Kynlífsmarkþjálfi til að bæta samlíf

Þeim fer fjölgandi sem leita sér hjálpar hjá „kynlífsmarkþjálfa“ til að bæta samlíf sitt. Nánar

Verðmætir eru sokkar Michael Jackson.
Fréttir

Sokkar Michael Jackson metnir á 125 milljónir

Sokkar Michael Jackson eru mjög verðmætir en í þeim tók hann hið svokallaða „Moonwalk“-spor. Nánar