Svaraði í símann á Papinos: „Allir héldu að ég væri stelpa“

Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps
Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps Baldur Kristjáns

Þeir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa hið vinsæla tvíeyki Hipsumhaps sem vakið hefur athygli undanfarið fyrir skemmtilegar lagasmíðar og frumlega texta. Þekktasta lagið er án efa LSMLÍ (Lífið sem mig langar í) en nýjasti smellurinn er Fyrsta ástin.

Hvað er í matinn í kvöld? 

Strákarnir voru gestir Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á föstudag þar sem þeir mættu í dagskrárliðinn „Hvað er í matinn“ en þeir Siggi og Logi Bergmann sem stýra þættinum leitast við að finna svarið við þeirri spurningu og því hvað fólk á að horfa á í sjónvarpinu á degi hverjum. 

Jökull er ábyrgur samfélagsþegn og er að reyna að verða grænmetisæta eða jafnvel vegan fyrir áramót. Hann ætlaði því út að borða á nýjan veganstað í Hafnarfirði á föstudagskvöld.

Fannar Ingi er hefðbundnari en í hans fjölskyldu tíðkast að hafa heimagerða pizzu á föstudagskvöldum. Eitthvað sem er algjörlega heilagt hjá þeim og segist hann ónýtur ef hann er staddur erlendis á föstudögum og geti því ekki tekið þátt í pizzakvöldi. 

Fannar er sömuleiðis mikill pizzaspekúlant en hann hefur unnið á nokkrum pizzastöðum og sagði okkur sögur af því. „Fyrst vann ég á Papinos þegar ég var 14 ára. Ég fékk þessa vinnu gegnum nágranna minn. Allir héldu að ég væri stelpa þegar ég svaraði í símann í símaverinu því ég var ekki kominn í mútur. Ég tók það nærri mér og fékk því að færa mig í að setja áleggið á.“ sagði Fannar. „Ég var svo líka pizzasendill í Noregi árið 2011.“

Uppselt á fyrstu tónleikana og aukatónleikar í kortunum

Strákarnir héldu sína fyrstu tónleika í Bæjarbíói í gær, útgáfutónleika fyrir plötuna Best geymdu leyndarmálin, og var uppselt á þá. Voru þeir mjög ánægðir með árangurinn og hafa því ákveðið að telja í aukatónleika 22. nóvember í Bæjarbíó sömuleiðis og er miðasala hafin á þá. 

Þú getur horft á skemmtilegt viðtal við þá Fannar og Jökul í Hipsumhaps í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Hugbúnaðargalli í útgáfu iOS 13.2.2 í iPhone-símum ræsir óvart myndavélina um leið og Facebook-forritið er opnað. Einn stjórnenda fyrirtækisins viðurkennir þetta og segir þetta lagað í hvelli.
Fréttir

Facebook ræsir óvart myndavél notenda

Um leið og Facebook-forritið er opnað ræsist myndavélin í bakgrunni. Nánar

Bragi Þór og Arnar Hólm standa þessa dagana fyrir foreldrafræðslu um rafíþróttir.
Ísland vaknar

Áhorfsmet í rafíþróttum

Í dag eru yfir 400 milljónir manns sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum. Stærstu viðburðirnir hafa sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Nánar

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur.
Ísland vaknar

Búðu til þinn eigin tölvuleik

Ævar Þór Benediktsson fékk hugmynd sem hann varð að gera að veruleika. Hann settist niður og skrifaði bók sem er eins og tölvuleikur. Nánar

Bandaríska söngkonan Billie Eilish er gríðarlega vinsæl.
Fréttir

Billie Eilish býður á tónleika

Þeir sem lofa að berjast gegn loftslagsvánni geta komist frítt á tónleika Billie Eilish. Nánar

Söngkonan Adele er svo mikill aðdáandi Kryddpíanna að hún vill helst ganga í sveitina og koma fram með þeim á tónleikum.
Fréttir

Adele á svið með Kryddpíum?

Adele vill ganga í stúlknasveitina en Kryddpíur eru sagðar harðneita að stíga á svið með henni. Nánar

Í kringum síðustu aldamót má segja að Skítamórall hafi tekið yfir tónlistarsenuna á Íslandi og varla var á þeim tíma haldið gott partý án þess að hljómsveitin kæmi fram.
Ísland vaknar

Skítamórall heldur upp á 30 ára afmæli

13 ára töffarar á Selfossi stefndu hátt og ætluðu að spila harða tónlist í ætt við Deep Purple. Nánar

Elín Sif Halldórsdóttir er hæfileikarík listakona.
Fréttir

Tjáir tilfinningar með tónlist

Söng- og leikkonan Elín Sif Halldórsdóttir hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Margir muna eftir henni úr kvikmynyndinni „Lof mér að falla“ þar sem hún sýndi sannkallaðan stórleik í hlutverki Magneu. Nánar

Robin, Barry og Maurice Gibb. Myndin var tekin árið 1997.
Fréttir

Kvikmynd um Bee Gees í bígerð

Graham King, sem framleiddi meðal annars kvikmyndina Bohemian Rhapsody um Freddie Mercury og Queen, hefur hafið undirbúning kvikmyndar um hljómsveitina Bee Gees. Nánar