Emmsjé Gauti stekkur hátt

Emmsjé Gauti er heitur sem malbik í brakandi sól þessa …
Emmsjé Gauti er heitur sem malbik í brakandi sól þessa dagana. Haraldur Jónasson/Hari

Emmsjé Gauti er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum Topp 40 en nýja lagið hans „Malbik“ kemur beint inn í 12. sætið þessa vikuna. Þetta lag er eilítið melódískara og popp/rokk skotnara en það sem Gauti hefur verið að senda frá sér undanfarið og er greinilegt að það er að hitta beint í mark hjá þjóðinni.

Annar rappari, sem er líka að feta poppaðri braut en áður, hinn bandaríski Post Malone, er með nýtt topplag á listanum þessa vikuna. Ljúfi smellurinn „Circles“ virðist hitta beint í mark hjá þjóðinni en hann skákar Auði úr toppsætinu sem fellur niður í þriðja sæti með lagið sitt „Enginn eins og þú“. 

Circles með Post Malone er nýtt topplag listans. Myndbandið við lagið er mjög metnaðarfullt.

Hin ástralska Toni Watson eða Tones and I hækkar sig svo upp um eitt sæti, úr því þriðja í annað með „Dance Monkey“ sem hefur farið sigurför um heiminn s.l. mánuði.

Hin ástralska Tones and I eða Toni Watson.
Hin ástralska Tones and I eða Toni Watson. https://www.heraldsun.com.au

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan á Spotify. 

Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, tekinn saman af Félagi hljómplötuframleiðenda og sendur út á K100 alla sunnudaga frá 14 til 16. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist