Emmsjé Gauti stekkur hátt

Emmsjé Gauti er heitur sem malbik í brakandi sól þessa ...
Emmsjé Gauti er heitur sem malbik í brakandi sól þessa dagana. Haraldur Jónasson/Hari

Emmsjé Gauti er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum Topp 40 en nýja lagið hans „Malbik“ kemur beint inn í 12. sætið þessa vikuna. Þetta lag er eilítið melódískara og popp/rokk skotnara en það sem Gauti hefur verið að senda frá sér undanfarið og er greinilegt að það er að hitta beint í mark hjá þjóðinni.

Annar rappari, sem er líka að feta poppaðri braut en áður, hinn bandaríski Post Malone, er með nýtt topplag á listanum þessa vikuna. Ljúfi smellurinn „Circles“ virðist hitta beint í mark hjá þjóðinni en hann skákar Auði úr toppsætinu sem fellur niður í þriðja sæti með lagið sitt „Enginn eins og þú“. 

Circles með Post Malone er nýtt topplag listans. Myndbandið við lagið er mjög metnaðarfullt.

Hin ástralska Toni Watson eða Tones and I hækkar sig svo upp um eitt sæti, úr því þriðja í annað með „Dance Monkey“ sem hefur farið sigurför um heiminn s.l. mánuði.

Hin ástralska Tones and I eða Toni Watson.
Hin ástralska Tones and I eða Toni Watson. https://www.heraldsun.com.au

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan á Spotify. 

Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, tekinn saman af Félagi hljómplötuframleiðenda og sendur út á K100 alla sunnudaga frá 14 til 16. 

mbl.is
Fréttir

Jólaauglýsing John Lewis slær met í krúttheitum

Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Nánar

„Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar hafa það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.
Fréttir

Kynlífsmarkþjálfi til að bæta samlíf

Þeim fer fjölgandi sem leita sér hjálpar hjá „kynlífsmarkþjálfa“ til að bæta samlíf sitt. Nánar

Verðmætir eru sokkar Michael Jackson.
Fréttir

Sokkar Michael Jackson metnir á 125 milljónir

Sokkar Michael Jackson eru mjög verðmætir en í þeim tók hann hið svokallaða „Moonwalk“-spor. Nánar

Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans
Síðdegisþátturinn

„Hættu að nota mýkingarefni, elskan mín“

Reykingarlykt fór ekki úr fötum eftir margítrekaðan þvott. Mýkingarefni liggja undir grun. Nánar

Eyþór Ingi Gunnlaugsson er með leyndan hæfileika.
Fréttir

„Ég get gleypt dverg og látið hann tala“

Skemmtikrafturinn dáði, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, hefur leyndan hæfileika. Nánar

Hugbúnaðargalli í útgáfu iOS 13.2.2 í iPhone-símum ræsir óvart myndavélina um leið og Facebook-forritið er opnað. Einn stjórnenda fyrirtækisins viðurkennir þetta og segir þetta lagað í hvelli.
Fréttir

Facebook ræsir óvart myndavél notenda

Um leið og Facebook-forritið er opnað ræsist myndavélin í bakgrunni. Nánar

Bragi Þór og Arnar Hólm standa þessa dagana fyrir foreldrafræðslu um rafíþróttir.
Ísland vaknar

Áhorfsmet í rafíþróttum

Í dag eru yfir 400 milljónir manns sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum. Stærstu viðburðirnir hafa sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Nánar

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur.
Ísland vaknar

Búðu til þinn eigin tölvuleik

Ævar Þór Benediktsson fékk hugmynd sem hann varð að gera að veruleika. Hann settist niður og skrifaði bók sem er eins og tölvuleikur. Nánar