Benjamín dúfa keypti blokk á Ásbrú

Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu.
Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu. Skjáskot úr myndinni fengið af Klapptré.is

„Frétt dagsins“ er dagskrárliður í nýjum síðdegisþætti Loga Bergmann og Sigga Gunnars á K100. Þar velja þeir hvor sína fréttina og lista upp fyrir hlustendum hvað er svona merkilegt við hana.

Í gær rakst Siggi á frétt á Vísi um mann sem keypti heila blokk á Ásbrú. Fjallar fréttin um fjárfesti að nafni Sturla Sighvatsson. Þar er fjallað um þessi fasteignaviðskipti á Ásbrú, rekstrarerfiðleika viðskiptaveldis hans og fleira. En það var ekki það sem vakti athygli Sigga heldur fannst honum hann kannast við andlitið á fjárfestinum.

Kemur þá upp úr dúrnum að fjárfestirinn og viðskiptamógúllinn sem um ræðir lék hlutverk Benjamín dúfu í þeirri ódauðlegu kvikmynd sem kom út árið 1995 og er samofin æsku margra sem ólust upp á 10. áratugnum. Vakti Sturla mikla athygli fyrir leik sinn í myndinni, sem og aðrar barnastjörnur sem skinu þar skært. Sturla hafði árið áður leikið lítið hlutverk í annari goðsagnakenndri mynd, Skýjahöllinni, um þá Emil og Skunda. 

Siggi taldi sig vera kominn með skúbb dagsins með þessari afhjúpun.

Hlustaðu á þá Loga og Sigga ræða frétt dagsins í þættinum í gær í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fréttir

Jólaauglýsing John Lewis slær met í krúttheitum

Sögð er saga af lítilli stúlku og drekanum hennar sem á erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Nánar

„Hands-on“ kynlífsmarkþjálfar hafa það hlutverk að fylgjast með fólki í rekkjubrögðum og leiðbeina því með betri árangur að markmiði.
Fréttir

Kynlífsmarkþjálfi til að bæta samlíf

Þeim fer fjölgandi sem leita sér hjálpar hjá „kynlífsmarkþjálfa“ til að bæta samlíf sitt. Nánar

Verðmætir eru sokkar Michael Jackson.
Fréttir

Sokkar Michael Jackson metnir á 125 milljónir

Sokkar Michael Jackson eru mjög verðmætir en í þeim tók hann hið svokallaða „Moonwalk“-spor. Nánar

Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans
Síðdegisþátturinn

„Hættu að nota mýkingarefni, elskan mín“

Reykingarlykt fór ekki úr fötum eftir margítrekaðan þvott. Mýkingarefni liggja undir grun. Nánar

Eyþór Ingi Gunnlaugsson er með leyndan hæfileika.
Fréttir

„Ég get gleypt dverg og látið hann tala“

Skemmtikrafturinn dáði, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, hefur leyndan hæfileika. Nánar

Hugbúnaðargalli í útgáfu iOS 13.2.2 í iPhone-símum ræsir óvart myndavélina um leið og Facebook-forritið er opnað. Einn stjórnenda fyrirtækisins viðurkennir þetta og segir þetta lagað í hvelli.
Fréttir

Facebook ræsir óvart myndavél notenda

Um leið og Facebook-forritið er opnað ræsist myndavélin í bakgrunni. Nánar

Bragi Þór og Arnar Hólm standa þessa dagana fyrir foreldrafræðslu um rafíþróttir.
Ísland vaknar

Áhorfsmet í rafíþróttum

Í dag eru yfir 400 milljónir manns sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum. Stærstu viðburðirnir hafa sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Nánar

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur.
Ísland vaknar

Búðu til þinn eigin tölvuleik

Ævar Þór Benediktsson fékk hugmynd sem hann varð að gera að veruleika. Hann settist niður og skrifaði bók sem er eins og tölvuleikur. Nánar