Benjamín dúfa keypti blokk á Ásbrú

Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu.
Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu. Skjáskot úr myndinni fengið af Klapptré.is

„Frétt dagsins“ er dagskrárliður í nýjum síðdegisþætti Loga Bergmann og Sigga Gunnars á K100. Þar velja þeir hvor sína fréttina og lista upp fyrir hlustendum hvað er svona merkilegt við hana.

Í gær rakst Siggi á frétt á Vísi um mann sem keypti heila blokk á Ásbrú. Fjallar fréttin um fjárfesti að nafni Sturla Sighvatsson. Þar er fjallað um þessi fasteignaviðskipti á Ásbrú, rekstrarerfiðleika viðskiptaveldis hans og fleira. En það var ekki það sem vakti athygli Sigga heldur fannst honum hann kannast við andlitið á fjárfestinum.

Kemur þá upp úr dúrnum að fjárfestirinn og viðskiptamógúllinn sem um ræðir lék hlutverk Benjamín dúfu í þeirri ódauðlegu kvikmynd sem kom út árið 1995 og er samofin æsku margra sem ólust upp á 10. áratugnum. Vakti Sturla mikla athygli fyrir leik sinn í myndinni, sem og aðrar barnastjörnur sem skinu þar skært. Sturla hafði árið áður leikið lítið hlutverk í annari goðsagnakenndri mynd, Skýjahöllinni, um þá Emil og Skunda. 

Siggi taldi sig vera kominn með skúbb dagsins með þessari afhjúpun.

Hlustaðu á þá Loga og Sigga ræða frétt dagsins í þættinum í gær í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist