Tónleikar til heiðurs Bryan Adams

Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu …
Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu og er einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi. Eva Björk Ægisdóttir

Þann 5. nóvember næstkomandi mun kanadíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Bryan Adams verða 60 ára. Að því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs 1. nóvember í Gamla Bíó.

Bryan Adams hefur gefið út 14 breiðskífur á 44 ára ferli sínum sem tónlistarmaður. Hann hefur bæði verið tilnefndur og unnið til margra tónlistarverðlauna þar með talið Grammy verðlaun fyrir lagið „(Everything I do) I do it for you“.

Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu og er einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi. Tvisvar sinnum hefur hann haldið tónleika á Íslandi. Í fyrra skiptið árið 1991 í Laugardalshöllinni og í seinna skiptið í Hörpu árið 2014 þar sem hann kom fram með gítar ásamt píanista.

Heiðurstónleikarnir fara fram í Gamla Bíó þar sem hljómsveit og söngvarar munu flytja hans bestu og vinsælustu lög. Hljómsveitina skipa reynslumikið tónlistarfólk úr öllum áttum.

Gunnar Ólason – Söngur
Svenni Þór – Söngur
Heiða Ólafsdóttir – Söngur
Ingólfur Sigurðsson – Trommur
Kristinn Sturluson – Gítar
Davíð Atli Jones – Bassi
Kristinn  Einarsson – Hljómborð
Sveinn Pálsson – Gítar

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist