Sjón skrifar handrit að nýrri mynd með Nicole Kidman

Mynd: Samsett

Tímaritið Variety greinir frá því að kvikmyndin „The Northman“ sé í burðarliðnum með Nicole Kidman og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum.

Það hlutverkaval ruglar ef til vill aðdáendur þáttanna „Big Little Lies“ í ríminu en þar leika þau Kidman og Skarsgård par. Í myndinni um Norðmanninn er meiningin að Kidman leiki móður Skarsgård. Viðræður eru langt komnar og fastlega má búast við að tökur hefjist fljótlega.  

Leikstjórn verður í höndum Robert Eggers en hann semur jafnframt handrit myndarinnar í samstarfi við íslenska rithöfundinn Sjón, að því er Variety greinir frá.

Kvikmyndin um Norðmanninn er sögð eiga að gerast á Íslandi á víkingaöld. Þar er ófriðarbál og norrænn prins heldur í leiðangur til að hefna morðs föður síns. Alexander Skarsgård mun líklega fara með hlutverk prinsins en bróðir hans, Bill Skarsgård, mun líklega fara með hlutverk bróður hans í myndinni. Það er þó ekki frágengið. Nicole Kidman er í viðræðum um að leika móður þeirra, eins og áður segir, en Willem Dafoe og Anya Taylor-Joy eiga einnig að leika stór hlutverk í myndinni.

Nýjasta mynd Eggers, “The Lighthouse” var frumsýnd á Cannes í maí og fékk mjög góða dóma.

Nicole Kidman má senn sjá í myndinni Bombshell þar sem hún leikur fréttakonuna Gretchen Carlson á Fox News sem höfðaði mál gegn yfirmanni sínum, Roger Ailes, fyrir kynferðislega áreitni.

Frétt Variety

mbl.is
Síðdegisþátturinn

Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Ný skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda leiðir ýmislegt í ljós. Lítil typpi lengjast mest. Nánar

Norska söngkonan Aurora.
Fréttir

Aurora í Frozen 2

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Nánar

Ísland vaknar

Átak gegn mannréttindabrotum

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Nánar

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu.
Ísland vaknar

Valdimar að verða 10 ára

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Nánar

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil.
Fréttir

Streita var að buga heilsuráðgjafa

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“ Nánar

Elenora Rós Georgesdóttir.
Ísland vaknar

Einn snjallasti bakari landsins er 19 ára

Elenora Rós Georgesdóttir hefur frá unga aldri haft áhuga á bakstri og kökugerð. Nánar

The Weather Girls þrá karlmann í jólagjöf til þess að halda á þeim hita.
Fréttir

„Færðu mér karlmann í jólagjöf“

Flestir kannast við hinar einu sönnu „The Weather Girls“ sem gerðu lagið It's raining men ódauðlegt á sínum tíma. Nánar

Tónlistarkonan Heiða Ólafs.
Ísland vaknar

Heiða Ólafs hefur góð tök á sviðskrekknum

Heiða segist hafa lært að færa sér sviðskrekkinn í nyt til að gera betur á sviðinu. Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist