Logi Bergmann og Sigga Kling tókust á

Sigga Kling sér um stjörnuspána á mbl.is.
Sigga Kling sér um stjörnuspána á mbl.is. Mynd: Aðsend

„Maður á að taka öllum spádómum með varúð,“ segir sjálf Sigga Kling, spákona Íslands, þegar hún lagði línurnar fyrir komandi samstarfi þeirra Loga Bergmanns og Sigga Gunnars í nýjum síðdegisþætti þeirra á K100.

Logi viðurkennir fúslega í þættinum að hann sé mikill efasemdamaður og spyr því Siggu spjörunum úr um aðferðir hennar.

Siggi Gunnars sagðist þó meira vera á andlegu línunni og lesa stjörnuspá Siggu í hverjum mánuði sem nýlega hóf göngu sína neðst á stjörnuspá mbl.is.

Lestu spánna hennar Siggu á mbl.is hér.

Skemmtilegt viðtal við Siggu Kling spákonu er í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræddi hún einnig við hlustendur sem vildu ólmir heyra hvað framtíðin bæri í skauti sér.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist