Sörur seljast eins og heitar lummur

Sörur eru eitt af því besta sem til er.
Sörur eru eitt af því besta sem til er. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Fyrir marga eru Sörur órjúfanlegur hluti jólanna. Fyrir þá sem eru í tímaþröng, eða geta af einhverjum ástæðum ekki bakað smákökur fyrir jólin, er hægt að kaupa tilbúnar Sörur sem oft eru seldar í fjáröflunarskyni á netinu. 

Athafnamaðurinn Óttarr Guðlaugsson tók upp á því fyrir nokkrum árum að baka Sörur til að selja fyrir jólin. Hann segir að salan gangi vel og nú þegar eru pantanir farnar að streyma inn.

Vex mörgum í augum

Fyrir utan að hugsa þetta sem viðskiptahugmynd segir hann að fátt komi honum í jafnmikið jólaskap eins og baksturinn. Bakstur á Sörum vaxi mörgum í augum enda er uppskriftin alls ekki jafn einföld og á mörgum öðrum smákökusortum. 

Ágóðinn af Sörum Óttarrs rennur til þeirra Emmu og Mæju sem eru í keppnisferðalagi í handbolta en Emma er dóttir Óttarrs.  Þær spila báðar handbolta með Fram.  

Þeir sem vilja styrkja þetta góða málefni og hjálpa um leið Óttarri að komast í enn meira jólaskap geta pantað hjá honum Sörur á Facebook.

Heyra má spjallið við bakarann í spilaranum hér fyrir neðan. mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist