John Lithgow ógnvekjandi

John Lithgow í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bombshell.
John Lithgow í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bombshell. Skjáskot: Youtube

Ný stikla úr kvikmyndinni „Bombshell“ hefur litið dagsins ljós. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum innan bandarísku Fox fréttastöðvarinnar þar sem fréttakonur máttu þola kynferðislega áreitni frá yfirmanni þeirra, Roger Ailes, um langt árabil. Hann neitaði alltaf ásökunum áður en hann gaf upp öndina árið 2017.

Þættirnir Loudest Voice, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans Premium, fjalla einnig um þessa atburði en þar fer Russel Crowe með hlutverk Roger Ailes og sýnir þar sannkallaðan stórleik. 

Í kvikmyndinni fer John Lithgow með hlutverk Ailes og er engu líkara en að hann sé í sama ógnvekjandi hlutverkinu og hann lék í þáttaröðinni um Dexter. 

Nicole Kidman, Margot Robbie og Charlize Theron eru í aðalhlutverkum. Sú síðastnefnda leikur fréttakonuna Megyn Kelly og er óhætt að segja að hún líkist henni mjög.

Myndin verður frumsýnd 20. desember.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist