Halli Melló er með skæðan athyglisbrest

Hallgrímur Ólafsson ásamt konunni sinni, Matthildi Magnúsdóttur, sem er vön …
Hallgrímur Ólafsson ásamt konunni sinni, Matthildi Magnúsdóttur, sem er vön að skrifa athafnir daglegs lífs niður á miða fyrir hann. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, eða Halli Melló, er með gríðarlegan athyglisbrest. Hann náði samt mikilvægum áfanga í gær þegar konan hans fór til útlanda. Hún hefur nefnilega vanið sig á það að skrifa niður á miða fyrir hann hvað hann á að gera á degi hverjum, hvort sem það er að mæta í vinnuna og vera þar til 4 eða sækja börnin og gefa þeim að borða.

En í gær skrifaði hún bara niður á miða hvað hann ætti að gera með börnunum en ekki hvað hann á að gera sjálfur. Hann segir það vera tímamót enda hafi hann venjulega líka fengið á listann að hann eigi að mæta í leikhúsið og á æfingar.

Nú hefur hann sett sér markmiðið að ná að verða listalaus fyrir fimmtugt.

Listinn sem, Matthildur, konan hans Halla skrifaði fyrir hann áður en hún hélt af landi brott. 

Halli sagði frá því þegar hann var greindur með athyglisbrest eftir að hafa gleymt nánast öllu dótinu sem hann átti að taka með sér á fótboltamót á Sauðárkróki. Eftir að hafa kallað út lásasmið til að opna og koma dótinu í bíl hjá öðrum var orðið ljóst að hann þyrfti að láta athuga þessi mál. Í ljós kom að hann var með það mikinn athyglisbrest að hann væri líklegur til þess að valda sér og öðrum í kringum sig skaða.

Hlustaðu á eyrðu skemmtilegt viðtal Loga Bergmann og Sigga Gunnars við Halla Melló í spilaranum hér fyrir neðan. 

Síðdegisþátturinn með Loga Bergmann og Sigga Gunnars er á dagskrá K100 alla virka daga frá 16 til 18. 

mbl.is

#taktubetrimyndir