Brimkló saman á ný?

Björgvin Halldórsson.
Björgvin Halldórsson. Árni Sæberg

„Það er mikið búið að vera að tala um þetta. Ég er alltaf til í allt en það eru fleiri í þessari hljómsveit en ég.“ Þetta segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, aðspurður hvort von sé á endurkomu hljómsveitarinnar Brimkló. Sterkur orðrómur er á kreiki um að hljómsveitarmeðlimir séu að dusta rykið af hljóðfærunum og ræða að koma fram á ný. Rætt var við Björgvin í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

Ein vinsælasta hljómsveit Íslands

„Síðast þegar Brimkló var starfrækt þá vorum við sjö í bandinu,“ segir Björgvin. „Það þurfa allir að vilja vera með í þessu en menn eru auðvitað misjafnlega upplagðir, sem eðlilegt er.“

Óhætt er að segja að Brimkló sé ein vinsælasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu. Hún varð til upp úr hljómsveitinni Ævintýri í kringum 1976 og voru stofnendur, auk Björgvins, þeir Arnar Sigurbjörnsson, Ragnar Sigurjónsson, Hannes Jón Hannesson og Sigurjón Sighvatsson.

Hljómsveitin Brimkló eins og hún birtist landsmönnum á seinni hluta ...
Hljómsveitin Brimkló eins og hún birtist landsmönnum á seinni hluta síðustu aldar. Mynd: Facebook síða Brimkló

Á gjöfulum ferli hljómsveitarinnar, sem markaði upphaf kántrítónlistar á Íslandi, urðu til ódauðlegir smellir á borð við Ég las það í Samúel, Glímt við þjóðveginn, Skólaball, og Sagan af Nínu og Geira. Hljómsveitin hefur í raun aldrei „hætt“ heldur legið í dvala með nokkurra ára millibili og endurreist þess á milli.

Spurður um eftirspurn eftir nýjum lögum segir Björgvin að það séu leyndar perlur í fjölmörgum plötum sveitarinnar sem heyrast ekki oft.„Síðasta platan okkar, Smásögur, var helvíti góð og fékk mjög góða dóma. Þar eru mjög góð lög eins og „Má ég pússa regnbogann“ og „Þrír litlir krossar“ sem mættu heyrast oftar,“ segir Björgvin.

Endurkoman er í pípunum en Björgvin er varkár í yfirlýsingum. „Málið er að þessu er ekki vippað upp einn-tveir og þrír. Menn hafa sumir ekki spilað lengi og það þarf að æfa þetta þangað til þetta steinliggur. Þetta er svolítið í umræðunni eins og í tengslum við að 4. september síðastliðinn voru 50 ár liðin frá Popphátíðinni.”

Viðtalið við Björgvin má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Bandaríska söngkonan Billie Eilish er gríðarlega vinsæl.
Fréttir

Billie Eilish býður á tónleika

Þeir sem lofa að berjast gegn loftslagsvánni geta komist frítt á tónleika Billie Eilish. Nánar

Söngkonan Adele er svo mikill aðdáandi Kryddpíanna að hún vill helst ganga í sveitina og koma fram með þeim á tónleikum.
Fréttir

Adele á svið með Kryddpíum?

Adele vill ganga í stúlknasveitina en Kryddpíur eru sagðar harðneita að stíga á svið með henni. Nánar

Í kringum síðustu aldamót má segja að Skítamórall hafi tekið yfir tónlistarsenuna á Íslandi og varla var á þeim tíma haldið gott partý án þess að hljómsveitin kæmi fram.
Ísland vaknar

Skítamórall heldur upp á 30 ára afmæli

13 ára töffarar á Selfossi stefndu hátt og ætluðu að spila harða tónlist í ætt við Deep Purple. Nánar

Elín Sif Halldórsdóttir er hæfileikarík listakona.
Fréttir

Tjáir tilfinningar með tónlist

Söng- og leikkonan Elín Sif Halldórsdóttir hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Margir muna eftir henni úr kvikmynyndinni „Lof mér að falla“ þar sem hún sýndi sannkallaðan stórleik í hlutverki Magneu. Nánar

Robin, Barry og Maurice Gibb. Myndin var tekin árið 1997.
Fréttir

Kvikmynd um Bee Gees í bígerð

Graham King, sem framleiddi meðal annars kvikmyndina Bohemian Rhapsody um Freddie Mercury og Queen, hefur hafið undirbúning kvikmyndar um hljómsveitina Bee Gees. Nánar

Skjáskot úr þýsku þáttunum We are the Wave sem sýndir eru á Netflix.
Fréttir

Nýtt á Netflix um helgina

Björn Þórir Sigurðsson fór yfir nýjustu bíómyndir og þætti í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í vikunni. Það er margt áhugavert að sjá um helgina. Nánar

Ellý Ármanns spáði fyrir Þorgerði Katrínu í beinni á K100.
Ísland vaknar

Spáir Þorgerði hásæti

„Ég er ekki að fara að sækja um eitt eða neitt en þetta er samt áhugavert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar spákonan Ellý Ármanns lagði spilin á borð fyrir hana í beinni útsendingu á K100 í morgun. Nánar

Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri.
Fréttir

Flogið þotum í 35 ár

Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri, er fyrsta konan sem fékk starf sem flugmaður og síðar flugstjóri hjá Flugleiðum/Icelandair. Hún hóf störf í desember árið 1984 svo það fer að styttast í 35 ára starfsaldur hennar hjá fyrirtækinu. Nánar