Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um …
Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.

Ást eru einlægir þættir um rómantík, sambönd, skilnað og allt sem viðkemur ástinni. Þættirnir eru framleiddir af Saga Film en fjórði þátturinn fer í loftið í Sjónvarpi Símans í kvöld.

Samfélagsmiðlar og símar virðast gera ástina flóknari en hún var áður. Þátturinn í kvöld fjallar einmitt um síma og ástina en ástæða skilnaða er oft rakin vegna markaleysis í samskiptum með síma. 

„Þráðurinn í þáttunum er að fólk þarf að setjast niður og fara yfir hver sameiginlegu gildin eru í sambandinu,“ segir Kolbrún Pálína Helgadóttir, annar umsjónarmanna þáttaraðarinnar, í samtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Hún spyr hverjar leikreglurnar ættu að vera í samböndum og samskiptum. Væri það til dæmis eðlilegt að rekast á konu eða karl í bænum, heilsa og spjalla aftur og aftur, dag eftir dag, án þess að láta maka sinn vita? „Væri það kannski eðlilegt og allt í lagi ef það væri spjall í síma? Þarna ruglast margir,“ segir Kolbrún Pálina. Þátturinn í kvöld svarar því hvað má og hvað má ekki.

Leikstjóri þáttanna er Haukur Björgvinsson og framleiðandi er Helgi Jóhannsson. 

Áhugavert viðtal við Kolbrúnu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is