menu button

Í beinni úr bælinu

Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur morgunþáttarins ...
Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100.

Það var mikið líf morgunþætti K100, Ísland vaknar, í síðustu viku þegar þátturinn var sendur beint úr Vogue-búðinni. Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif hlömmuðu sér upp í Ergomotion-rúm og sendu þáttinn beint úr rúminu í náttfötum.

„Það að fá Ísland vaknar til okkar í Vogue fyrir heimilið í beina útsendingu var algjört æði, enda eru þau algjörir snillingar. Hér var mikið fjör og vonandi náðum við að leyfa þeim að upplifa útvarp pínulítið öðruvísi enda sendu þau beint út úr Ergomotion-rúmum,“ segir Steinn Kári Ragnarsson hjá Vogue-búðinni.

Morgunþátturinn var sendur beint út úr rúminu.
Morgunþátturinn var sendur beint út úr rúminu.

Ísland vaknar teymið var líka ánægt með að fá að senda þáttinn út uppi í rúmi. „Þetta var ótrúlega gaman. Ekkert okkar hefur áður sent út úr rúmi þó að ýmislegt hafi verið prófað í gegnum tíðina. Við vorum heppin og fengum frábær rúm að liggja, gátum lyft bakinu og komið okkur vel fyrir,“ sagði Jón Axel sem hefur marga fjöruna sopið í útvarpi. „Við vorum einmitt að ræða það eftir á að við gætum alveg vanist þessu og spurning um að koma sér bara upp búnaði heima og senda bara út úr rúminu,“ bætti Ásgeir Páll við en hann stjórnaði útsendingunni úr Vogue-búðinni og hafði veg og vanda af því að allt skilaði sér til hlustenda.

Jón Axel prófaði hrotuplástur sem á að draga úr hrotum.
Jón Axel prófaði hrotuplástur sem á að draga úr hrotum.

Íslandsmót í hrotum

Samhliða útsendingunni var staðið fyrir Íslandsmóti í hrotum þar sem hlustendum gafst kostur á að senda inn hroturnar sínar, maka eða annarra ættingja eða vina til stöðvarinnar og freista þess að vinna Ergomotion-rúm frá Vogue-búðinni að verðmæti vel yfir 600.000 kr. „Innsendingar fóru fram úr björtustu vonum og það var mikil vinna að fara í gegnum allar hroturnar, en að lokum stóðu mjög óvenjulegar hrotur Kára Þorleifssonar uppi sem sigurvegari,“ segir Ásgeir Páll sem hefur legið yfir upptökum af hrotum undanfarnar vikur.

Kári kom í Vogue-búðina í vikunni og fékk nýja rúmið afhent og var hann að vonum ánægður með þennan glæsilega vinning og sömuleiðis með titilinn, að vera Íslandsmeistari í hrotum. „Tilfinningin að vera Íslandsmeistari í hrotum er yndisleg, loksins borgaði það sig að hrjóta svona,“ segir Kári sem skammast sín ekkert fyrir að hrjóta. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég sendi upptökuna inn sjálfur, það er ekkert feimnismál hjá mér að ég hrjóti,“ bætti Kári við sem sagðist aðspurður jafnvel vera til í að taka þátt í hrotukeppni á víðari vettvangi, t.d. á heimsmeistaramóti.

Hrotubanarúm á leiðinni

Steinn Kári er stoltur af Ergomotion-rúmunum sem Kári fékk í vinning. „Ergomotion eru stillanleg heilsurúm sem geta gert svefngæði þín meiri, með öllum þeim möguleikum sem þau bjóða upp á. Hægt er að fá þau allt frá mjög einföldum vönduðum og góðum rúmum yfir í stillanleg rúm sem gera allt sem hugurinn girnist og meira til,“ segir Steinn sem er svo að fá spennandi nýjung á nýju ári fyrir þá sem hrjóta. „Væntanlegt á nýju ári er rúm frá Ergomotion með „hrotubana“, rúmið hlustar á þig sofa, aðstoðar þig við að hrjóta ekki, mælir svefninn þinn, gæði hans og fleira og fleira,“ segir Steinn og er ljóst að hrjótarar þessa lands geta látið sig hlakka til.

mbl.is
Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps
Fréttir

Svaraði í símann á Papinos: „Allir héldu að ég væri stelpa“

Þeir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa hið vinsæla tvíeyki Hipsumhaps sem vakið hefur athygli. Nánar »

María B. Johnson og Jón Axel á Ítalíu.
Fréttir

Jón Axel fluttist til Ítalíu í haust

Jón Axel Ólafsson er flestum kunnur fyrir störf sín á sviði fjölmiðla. Hann hefur sl. ár stýrt morgunþætti K100, Ísland vaknar, ásamt þeim Ásgeiri Páli og Kristínu Sif. Nánar »

Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu.
Fréttir

Benjamín dúfa keypti blokk á Ásbrú

Fjárfestir og fasteignamógúll með forsögu úr kvikmyndum keypti blokk á Ásbrú. Nánar »

Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu og er einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi.
Kynning

Tónleikar til heiðurs Bryan Adams

Þann 5. nóvember næstkomandi mun kanadíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Bryan Adams verða 60 ára. Að því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs 1. nóvember í Gamla Bíó. Nánar »

John Lithgow í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bombshell.
Fréttir

John Lithgow ógnvekjandi

Ný stikla úr kvikmyndinni „Bombshell“ hefur litið dagsins ljós. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum innan bandarísku Fox fréttastöðvarinnar þar sem fréttakonur máttu þola kynferðislega áreitni frá yfirmanni þeirra, Roger Ailes, um langt árabil. Nánar »

Emmsjé Gauti er heitur sem malbik í brakandi sól þessa dagana.
Fréttir

Emmsjé Gauti stekkur hátt

Emmsjé Gauti er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum Topp 40 en nýja lagið hans „Malbik“ kemur beint inn í 12. sætið þessa vikuna. Nánar »

Fréttir

Villi Naglbítur er fanta blokkflautuleikari

Villi Naglbítur var fyrsti gestur Loga Bergmann og Sigga Gunnars í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum og þar kom ýmislegt fram! Nánar »

Sigga Kling sér um stjörnuspána á mbl.is.
Fréttir

Logi Bergmann og Sigga Kling tókust á

Sigga Kling, spákona Íslands, lagði línurnar fyrir komandi samstarf í nýjum síðdegisþætti á K100. Nánar »

Fréttir

Sjón skrifar handrit að nýrri mynd með Nicole Kidman

Kvikmyndin um Norðmanninn er sögð eiga að gerast á Íslandi á víkingaöld. Nánar »

Sörur eru eitt af því besta sem til er.
Fréttir

Sörur seljast eins og heitar lummur

Hægt er að kaupa tilbúnar Sörur sem oft eru seldar í fjáröflunarskyni á netinu. Nánar »