Spilagaldur í beinni útsendingu

Lalli töframaður.
Lalli töframaður. K100

Lalli töframaður og skemmtikraftur tekur þátt í Reykjavik Kabarett sýningunni sem verður í Þjóðleikhúskjallaranum í vikunni. Sýningin er bönnuð innan 18 ára. Kabarettfjölskyldan býður upp á fágaða fullorðinsskemmtun þar sem húmor og hold eru í fyrirrúmi og ný og fersk atriði ráða ríkjum.

Lalli kom í beina útsendingu á K100 í morgun og framdi töfrabragð sem erfitt er að átta sig á hvernig hann fór að. Sjón er sögu ríkari.

Útskýringuna á töfrabragðinu má sjá í athugasemd Lalla Töframanns á Facebook síðu K100.

mbl.is