Justin Bieber kominn í kántrí

Hjónin Justin Bieber og Hailey Bieber koma fram saman í …
Hjónin Justin Bieber og Hailey Bieber koma fram saman í myndbandi nýjasta lags Justins. Samsett mynd

Nýjasta lag Justin Bieber heitir „10.000 Hours“ en þar er hann í samstarfi við kántrítónlistarmennina Dan Smyers og Shay Mooney sem kalla sig Dan + Shay.

Hailey Bieber, eiginkona Justins, kemur fram í myndbandi lagsins. Þegar það var birt á Youtube um helgina sprengdi það strax alla skala í áhorfi.

Ef eitthvað er að marka texta lagsins er Justin að horfa til langs tíma í sambandi sínu með Hailey, alla vega í tíu þúsund klukkutíma og aðra tíu þúsund klukkutíma til viðbótar.

I’d spend 10,000 hours and 10,000 more
Oh, if that’s what it takes to learn that sweet heart of yours
And I might never get there
But I’m gonna try
If it’s 10,000 hours or the rest of my life
I’m gonna love you

Lagið er strax komið í spilun á K100 og má ætla að það klífi hratt upp Tónlistann, topp 40 vinsælustu lög landsins.

mbl.is